Ljósberinn - 01.12.1960, Síða 20

Ljósberinn - 01.12.1960, Síða 20
Undarlegt bros lék um varir ókunna manns- ins. Hjarta hans fylltist meðaumkun við að sjá börnin og angist þeirra vegna sjúkleika móðurinnar. — Ó, komið þér inn til hennar, sagði dreng- urinn í bænarróm, og gerið hana heilbrigða. Ó, við urðum svo fátæk eftir að pabbi meiddi sig í hendinni. Áður, þegar hann gat bæði leikið á orgel og fiðlu, fengum við alltaf nóg að borða. — Svo faðir ykkar iðkar þá hljóðfæralist- ina, sagði aðkomumaðurinn og undarlegum glampa brá fyrir í dökku augunum hans. — Já, það gerir hann, svaraði drengurinn með barnslegu stærilæti. Hann hefur oft leik- ið á orgelið fyrir organleikarann við kirkjuna í Baden. Á morgun átti hann að leika á org- elið, en hann hjó sig í hendina, þegar hann var að höggva eldivið. Og enn fremur sagði litli drengurinn frá því, að foreldrar hans hefðu nýlega flutt sig búferlum í þetta byggðarlag í námunda við gamla keisarasetrið á Dónárbökkum, að faðir hans hefði hugsað sér að sækja þar um orgel- leikarastöðu, en enn þá hefði lionum ekki heppnazt það. Sérstaklega væri faðir sinn hryggur yfir því, að geta ekki leikið á orgelið næsta dag, því þá ætti að leika nýtt lag eftir hinn fræga Wolfgang. Aðkomumaðurinn leit broshýrum augum á drenginn. — Hinn fræga Wolfgang? spurði hann. — Þekkið þér ekki Wolfgang? hrópaði drengurinn, svo nefnir hann pabbi mikla tón- skáldið Wolfgang Mozart. Hann hljótið þér þó að þekkja. Faðir minn hefur svo oft beðið Guð þess, að hann fengi einhvern tíma að sjá þann listamann og heyra hann leika á orgel. Og honum til heiðurs hefi ég verið lát- inn heita Wolfgang í höfuðið á honum. Og hún litla systir mín var látin heita Anna, af þvi að systir Mozai'ts heitir Anna. Og svo hló drengurinn hjartanlega. — Ó, þér eruð svo vingjarnlegur á svipinn, sagði -hann enn fremur. Aðkomumaðurinn hafði méð framkomu sinni vakið traust barnanna á sér. — Þér getið efalaust hjálpað henni mömmu! — Já, komið þér, komið þér! bað nú Anna litla líka. Látið hana mömmu fá meðöl, svo að henni geti batnað! 152 Börnin tóku nú í hendur honum og leiddu hann með sér inn í kofann. í litlu og þröngu herbergi lá móðir þeirra á hörðum bekk. Föla andlitið hennar bar ekki einungis vott um líkamlegar þjáningar, -held- ur og um hryggð og kvíða fyrir framtíð barn- anna. Ekki bar augnaráð og útlit mannsins síður vott um sorg, þar sem hann sat við hlið henn- ar og virti fyrir sér andlit hennar. En undr- andi leit hann upp, þegar börnin komu hlaup- andi til hans og sögðu með gleðibragði: -— Pabbi! Læknirinn, sem gerir kraftaverk, er kominn og ætlar að lækna hana mömmu! Bæði sjúka konan og maður hennar horfðu undrandi á komumann. -—- Hver hefur sent yður hingað? spurði fá- tæki maðurinn, þegar hann hafði tekið kveðju komumanns kurteislega, en þó hálf vand- ræðalega, því að hann átti ekkert til þess að borga honum með. — Guð hefur leitt mig hingað til yðar, svar- aði komumaður rólega og brosti við. — Heldur læknirinn, að konan mín eigi enn þá nokkurs bata von? spurði húsbóndinn, er hann hafði nefnt nafn sitt, Hans Walther, fyrir gestinum. Þung hitasótt hefur haldið henni margar vikur í rúminu, mælti hann enn fremur, og nú þarfnast hún hjúkrunar og um- önnunar, en ég er handlama, svo ég get ekkert gert. Af þessu sjáið þér, að ástæður mínar eru nú sem stendur ekki álitlegar. Á morgun á ég að leika á orgelið við árdegisguðsþjónustuna, en ég hefi ekki neinn til þess að senda til prestssetursins með forfallaboð; — börnin eru svo ung. — Það verða vonandi engin vandræði úr því, sagði aðkomumaðurinn, og um leið brá fyrir einkennilegum glampa á andliti hans. Það var eins og honum hefði hugkvæmzt eitt- hvað nýtt. — Látið þér mig um það. Á morgun skal ég leika á orgelið fyrir yður. Hans Walther leit undrandi á komumann. Hvað er þetta? Hafið þér þá líka iðkað hljóð- færalistina? — Ó, já, lítils háttar, svaraði gesturinn með glettnisbrosi. Hljóðfæraslátturinn hefur gefið mér marga krónuna — og enda heiður líka. — En þá eruð þér heldur ekki læknir og LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.