Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 29
LJÖSBERINN 403 sinna. »Hefir þú getað selt nokkuð í dag, elsku Rut mín?« »Já, mamma, ég er búin að selja fyrir næstum fjórar krónur« sagði Rut og ljómaði öll af fögnuði. »Já, dugleg ertu, elskan mín, ekki stærri en þú ert, Guð blessi ]iig«, sagði mamma hennar. Pær fóru nú að borða kvöldinatinn sinn og liann var nú ekki marg- brotinn. Rut litla spenti greipar til bænar og bað með skærum bænarrómi: Gef oss í dag vort daglegt brauð, vor Drottinn Guð. af pínurn auð. Vort líf og eign og bústað blessa, og blessa oss nú máltíð þessa. Og gef vér aldrei gleymum j)ér,. er gjafa þinna njótum vér«. Nú átti Rut litla að fara að hátta. En áður en hún sofnaði, bað hún fyrii pabba sínum, bað um pað, að hann mætti verða vinur Jesú. Tárin komu fram i augun á móður hennar, þegar hún var að biðja: »l3ú ert mér sem engill, Rut litla Guð gefi, að óskin þín rætist«, sagði hún í hljóði. Rut- litla sofnaði nú vært. Mamma hennar sat lengi bjá henni og virti fyrir sér föla andlitið og strauk hendinni um hárið á henni ógn blíölega. Þegar leið fram á nóttina kom húsfaðirinn heim, drukkinn og drafandi. Hann hratt huröinni upp i vonzku og hrópaði til konu sinnar: »Komdu með mat handa mér, ég liefi ekki mat smakkað í dag«. Hún bar þá á borð fyrir hann hið bezta, sem fyrir henni varð, en mælti ekki orð frá vörum, þó að hann væri alt af eitthvað að þvæla og blóta. Hún var jafn blíð og þolinmóð fyrir því. Rut litla vaknaði við hávað-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.