Ljósberinn


Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 2
298 LJÓSBERINN Eirormurinn. (Sunnudagaskólinn 29. okt. 1933) Texti: 4. Mós. 21, 4.i—9. Minnisvers: Og eins og Móse hóf upp höggorm- inn á eyðimörkinni, þannig á manns- sonurinn að verða upphafinn, til þess að hver, sem trúir, hafi I samfélag- inu við hann eillft líf. (Jóh. 3, 14. 15.). Hræðilegt var ástandið í herbúðum ísraelsmanna, þegar höggormsplágan kom yfir þá. Það var enginn óhultur um líf sitt, því höggormsbitið er ban- vænt. Þá hrópuðu þeir til Guðs og hann bjálpaði þeim. Guð sagði Móse að búa til höggorm úr eiri og setja hann á háa stöng, þar sem allir í, herbúðunum gætu séð hann. Þegar Móse hafði gert þetta, lét hann það boð ganga um allar her- búðirnar, að hver sem yrði bitinn af höggormi, skyldi líta á eirorminn, þá læknaðist hann af höggormsbitinu. All- ir þeir, sem trúðu þessum boðskap, fengu lækningu. Þessi atburður er spádómur um Jesú. Hræðilegra en höggormseitur er synda- eitrið, sem hafði gagntekið alt mann- kynið, en Jesús kom í heiminn og dó á krossinum, til þess að frelsa synduga menn. Hver sem lítur til hins krossfesta frelsara í trú, hann fær lækningu. Þennan fagnaðarboðskap hefir Guð lát- ið berast út um heiminn og menn af öllum þjóðum hafa reynt, að sá boð- skapur er sannur. Þeir hafa getað sagt: fjg kom tíl Jesú, sár af synd, af sorg, af þreytu og kvöl, og nú er þreytta hjartað hvílt og horfið ált mitt böl. fjg leit til Jesú, Ijós mér skein; það Ijós er nú min sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. Kæra barn! Komdu til Jesú strax, áður en æska þín er liðin, áður en eit- ur syndarinnar nær að gera þér tjón. Hann, sem forðum tók börnin sér í fang og blessaði þau, hann þráir að mega vernda þig og varðveita frá öllu illu. Faðmur hans er eilíft og örugt hæli. Veldu þér það vígi. Y. Góða hlutskiftið. Ef að viltu verða sæll, ver þá ekki manna þrœll; undir liarðstjórn heims að standa hœfir ekki frjálsum ánda. Aðeins vík fyrir valdi hans, sem veit og sér í brjósti manns. hverja eina hugrenningu, hverja leynda tilfinningu, Ef að viltu verða sæll, ver þá ekki lasta þræll; lút ei valdi vondrar girndar, sem viljann góða fjötrar, blindar. Ekki neitt í heimi hér hafa láttu vald á þér, en Guði einum gakk til handa; geym þú lög hins allsvaldanda. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.