Ljósberinn


Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 4
300 LJÖSBERINN henni. Sú hefir ekki farið varhluta af reynslunni. Fátæktin og heilsuleysið eru harðir kostir, og svo þetta með dóttur- ina! Raunar er það svo sem ekki eins- dæmi að ung stúlka fari út í buskann og komi ekki heim aftur. En það er líklega jafnsárt fyrir því. — Frú Steinvör breiðir blæjuna fyrir gluggann og gengur til sætis síns. Fyrst leit hún þó á Rúnu litlu, í þeirri von að nú væri hún sofnuð, en augu barns- ins eru galopin og stara á hana í sama dapra úrræðaleysinu. Alvarleg hræðsla gagntók frú Stein- vöru. Þetta starandi augnaráð var svo ótta- lega ískyggilegt. Og þögn barnsins fylti hana blátt áfram skelfingu. Mikið hefði hún viljað gefa til þess að geta rofið þá þögn. Það hefði ver- ið tilvinnandi að sækja alla Hólskrakk- ana, og lofa þeim að ólmast inni hjá henni, ef þau gætu komið Rúnu til þess að brosa ög tala! ■■ Eh nú- var nóttin komin. Þögul og þungbúin sveipaði hún skykkju sinni um bústaði mannanna, og færði mörg- um hvíld. Frú Steinvör hallast aftur í stólinn, leggur hendur í kjöltu sér og bíður eftir blessun svefnsins. Og blundurinn kem- ur loks með frið og fró handa Rúnu litlu, og hugarhægð til frúarinnar en fyrir hugskotssjónum hennar taka að svífa margskonar myndir. — Dreymdi hana? — Hvað það er hljótt í stóra sjúkrahús- inu! -— Hvítklæddar hjúkrunarkonur svífa þar fram og aftur um uppljómaða sali og ganga. Hurðir opnast og lokast á hæla þeirra, sem koma og fara. Einbýlisstofa! Rúm með hvítum tjöld- um!Ung kona hvílir í rúminu. Bjart hár- ið liggur eins og geislabaugur umhverfis mjallhvítt ennið. Svipurinn er bjartur og hreinn, en svo hryggur, svo óumræði lega hryggur! Blá augu stara, stara alveg eins og augun hennar Rúnu litlu. Hrygðin skín út úr þeim. Tárin glitra í þeim. Þráin mænir í gegnum þau. Hvítvoðungnr hvílir við brjóst henn- ar. -- Dyrnar opnast. Kona gengur inn gólfið. Há vexti. Harðleg á svipinn. Einbeittur ásetningur skín úr svipnum. Ásetningur, sem ekki verður raskað né breytt. Konan gengur að rúminu. Talar orð í hljóði. Lýtur ofan að hvítvoðungnum. Vefur hann í skikkju sinni. Hverfur með hann hljóðlega út um dyrnar, er lokast á hæla henni. — Blá augu mæna á læsta hurðina. — Tárin renna án af- láts ofan kinnarnar. — Nóttin er eina vitnið að þögulum móðurharmi. — — Frú Steinvör hrekkur við. Hún fálmar í kringum sig með höndunum og réttir sig í sætinu. »Var það draumur?« spyr hún sjálfa sig og litast um í herberg'inu, eins og hún eigi von á að sjá þar sjúkrastof- una, ungu stúlkuna og hvítvoðunginn. En það var alt horfið, og frú Stein- vöru léttir stórum. »Draumarugl!« sagði hún upphátt, stóð upp og gekk að rúminu hennar Rúnu litlu, sem blessaður svefninn hafði loksins líknað og lagt í faðm sinn í vær- um blundi. Frh. --------------- Heimprá. Ég flý í faðminn pinn, þú fjallbygð, elslcu vinur minn. Ég vii hvíla sem barn d brjóstum þér við blómin þín og lœkjaniðinn skemta mér, alt af þrái ég þig.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.