Ljósberinn


Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 28.10.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 301 Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. 11. KAPITULI. Pétur og ÞyH. Nú voru liðnar nokkrar vikur og alt gekk sinn jafna og venjulega gang á Rósagarðinum. Nú var þar engin óvenjuleg kyrð yfir lífinu, þótt drengirn- ir tveir væru ekki lengur með í hópn- um. Jóhannes annaðist skíðahöggið óað- finnanlega, hann útvegaði hey til skepnufóðurs, til dæmis handa »Augna- yndi« og bar þunga fötu með æti handa »Fótalausum«. Maja hjálpaði honum og hélt trúlega í hankann á móti honum og ímyndaði sér, að hún hjálpaði hon- um til að bera, svo um munaði. Maja litla hafði orðið að leggja mik- ið á sig nú síðustu dagana, og ef hún hefði ekki haft Þyrí sér til hjálpar, þá hefði hún áreiðanlega ekki getað ann- að því öllu. Auk þess að gæta dýranna, blómanna og aldingarðsins, þá varð hún að sjá um allar brúðurnar og henni fanst fyrir víst, að þær litu á hana sorg- mæddum og álasandi augum, ef svo vildi til, eitt skifti, að hún hafði ekki tíma til að gá inn í brúðuhúsið. Það hrygði hana. Síðast vissi hún engin önn- ur íirræði en að taka tvær þeirra og bera þær inn til Péturs og biðja hann að hafa dálítið af fyrir þeim og því ját- aði Pétur óðara — það var nú einmitt verkefni handa honum. Maju fanst nú reyndar að Pétur færi helst til langt í því að skemta brúðun- um, því að einn daginn kom hún að þeim annari dansandi á brjósti Péturs, handleggjum og nefinu og var klædd hinum fáanlegasta búningi. Það var stuttur gulur kjóll og eldrauður bolur með silkibelti. Á höfði bar hún jóla- sveina húfu úr rauðum silkipappír. Á annari var gul hárkolla og lá hún þétt víð hliðina á Pétri í rúminu, klædd heimaunnum baðmullarkjól og einblíndi upp í loftið með auðsjáanlegri vanþókn- un í svipnum. En á einu augnabliki ummyndaðist hún algerlega og var bú- in eins og loddari með stuttbuxur og fíflahúfu og var enn tryltari í dans- inum en hin fyrnefnda brúða, ef hún annars hefði getað verið það, hún sveifl- aði sér eins og nærri hamstola í dans- inn á brjósti Péturs. Maja gat þó ekki fengið af sér að vera nokkuð að fást um þetta, þótt henni þætti úr hófi keyra, því að hún hafði sjálf beðið Pétur að hressa þær upp, og þar að auki gat hún ekki annað en viðurkent, að brúðurnar væru einkar glaðlegar ásýndum og fjörugar; en bezt af öllu var þó það, að Pétur var auð- sjáanlega að koma til sjálfs sín aftur. Hún hafði bara skifti á þessum brúðum og öðrum yngri, því að ekki var jafn- mikil þörf á að vanda virðingu þeirra. En af því að Pétur áleit það illa gert að skilja þær, þá flutti hún allan brúðu- hópinn með fötum þeirra og húsbúnaði inn í klæðaskápinn undir vernd og um- sjón Péturs. Þyrí hjálpaði henni með flutninginn á þeim, og að skipun Pét- urs var hún óþreytandi að sauma alls- konar búninga handa brúðunum. Hún sat í horninu milli veggjarins og stóra rúmsins, sem var dregið út á mitt gólf- ið. Þar sat hún því sem næst alla daga við að sauma það, sem Pétur stakk upp á. Þyrí hafði til ógrynnin öll af silkirefl- um, laufaborðum, böndum og rósahvirf- ingum og hún var óspör á þái hluti. Ef frú Steiney hafði eitthvað við það að athuga, þá svaraði Þyrí, að svona hefði hún það alt af heima; þá gæfi hún stúlk- unum, svo mikið sem hún vildi. Ef hún átti að sníða víðan yfirfatnað eða kápur á brúðurnar, þá spretti hún umsvifa-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.