Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 2
306 LJÓSBERINN i Blessun Drottins, (Sunnudagaskólinn 5. nóv. 1933.) Lestu: 4. Mós. 23, 1.—10.; 24, 17. Lærðu: Hvar er hinn nýfæddi Gyðinga- konungua? Vér höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir til þess að veita honum lotningu. — Matt. 2, 2b. I textanum í dag lýsir spámaðurinn blessun Drottins yfir Israel. Hvaða blessun var það, ungu vinir mínir? Það er sama blessunin, sem Drottinn hét Abraham, þegar hann sagði: »Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir blessun hljóta).« Og eins er hann sagði við hann: »Eg blessa þig og bless- un skaltu vera.« Það var frelsarinn okk- ar ástríki, Jesús Kristur. Forfeðurnir Isak og Jakob fengu hið sama blessun- arfyrirheiti og Abraham, og þess vegna segir spámaðurinn: »Stjarna rennur upp af Jakob og veldissproti rís af Is- rael.« Guð gaf spámanninum að sjá Jesú álengdar, eins og stjörnu, eins og veld- issprota. Jesús var það ljós, sú stjarna, sem allar þjóðir áttu að stefna á, til þess að þær gætu hlotið blessun Drott- ins: fyrirgefningu synda og eilíft líf. — Vitringarnir þrír frá Austurlöndum stefndu á Jakobsstjörnuna og fundu hann, sem sú stjarna átti að benda á. Nú köllum við hana jólastjömu og syngjum: Jesús, þú ert vort jólaljós, um jólin ljómar þín stjarna. Þeir sem leita að Jesú og finna hann, eru hinir sönnu vitringar, því að þeir hljóta blessun Drottins í fylsta mæli. Kæru börn! Leitið og þið munuð finna. Verið síðan með Jesú allan æfi- daginn. Þá gangið þið altaf í birtu, í sólskini Guðs náðar. Ég heyrði Jesú himneskt orð: »Sjá, heimsins ljós ég er! Lít þú til mín og dimman dvin og dagur ljómar þér.« Ég leit til Jesú, ljós mér skeiu, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. Guð blessi ykkur öll og gefi að þetta megi verða vitnisburður ykkar alla daga. Andrósar-diktur. Djrð sé föðurnum fyrir sín ráð, hann liefir fengið oss fullgóða náð, hann hefir fengið oss fullgóða von eilífa sœluna fyrir sinn son, fyrir lians dauða erum vér þá frelsaðir öllum syndum í frá, frelsaðir erum vér fyrir hans hold og blóð, eigi fyrir vor verkin góð, eigi fyrir verk og eigi fyrir sorg. eigi þó þú gæfir þar til Jórsalaborg, eigi þó þú gæfir þar til auð eða fé, eða allur heimur í ölmusu gefinn sé, allur heimurinn ekki má eina minstu syndina skilja oss í frá, eina minstu syndina barnið sem ber, borga varð þá Kristur á sjálfum sér, borga varð hann syndina og bæta varð hann mein, svo skaltu halda þína trúarinnar grein, svo skaltu halda þ'm trúarinnar boð, veita skaltu náunganum nokkra -stoð. Veittu hvorki náunganum blót eða bann, elskaðu Guð yfir alla hluti fram. Elskaðu Guá, því hann er þér góður, heiðra föður þinn og hlýddu þinni móður. Heiðraðu föður þinn, barnití blítt, brjóttu svo frá þér lyndið strítt, brjóttu svo frá þér blót og lygð, varastu nokkrum að veita stygð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.