Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 6
310 LJÖSBERINN í eyrum Lottu, og minti hana hálfvegis á kvak vorfuglanna, sem því miður voru nú á förum. Það hefði ekki átt að vera langrar stundar veik fyrir Lottu, að svara slíkri spurningu, því að Lotta var gagn- kunnug í kaupstaðnum, þar var hún borin og barnfædd og þekti þar hvern krók og kima. Hún kunni öll húsaheit- in og götunöfnin upp á sína tíu fing- ur, og auðvitað hefði hún svarað svart- klæddu konunni hiklaust játandi, ef ao hún hefði ekki átt eftir að útvega mjólk- ina handa barninu. Konan horfði á hana, í gegn um svarta slæðu, sem hékk ofan fyrir aug- un. »Eg skal borga þér fyrir fylgdina,« sagði hún ennfremur, og tók veski upp úr töskunni sinni, en þá flýtti Lotta sér að svara: »Ég þarf enga borgun,« sagði hún »þó ég fylgi yður, — en ég verð bara rétt allra nsöggvast að skreppa til henn- ar Oddnýjar í gamla húsinu.« Lottu virtist bregða einkennilegum svip á andlit konunnar, eins og henni mislíkaði svarið, og flýtti sér að segja: »Ég ætla að vita hvort hún getur ekki hjálpað mér um mjólk handa barninu, - annars verður mamma í svo miklum vandræðum.« Konan kinkaði þá kolli og leit vin- gjarnlega til Lottu. »Þú vilt hjálpa mömmu þinni — það er fallegt,« sagði hún. »Ég skal bíða eftir þér — eða ætli það sé ekki bezt að ég komi með þér? -— Er langt í gamla húsið?« »Nei, nei,« svaraði Lotta og bar ört á. »Það er ekkert langt. - Sérðu ekki stóra húsið þarna upp í hlíðinni — sko, húsið með Ijósin í gluggunum? Gamla húsið er þar rétt hjá. Það sést bara ekki héðan.« »Hver á húsið í hlíðinni?« spurði kon- an, er þær gengu af stað, hvor við hlið- ina á annari. »Sýslumaðurinn,« svaraði Lotta dá- lítið drjúg yfir því, að geta leyst úr spurningu ókunnu konunnar, sem henni þótti auðsætt að var reglulega fín frú Frh. --- Heimilið í rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. Þyrí var spurð- hvort hún vildi fara heim með föður sínum og halda áfram skólagöngu sinni; en hún lýsti því ský- laust yfir, að sig langaði ekki til að fara heim til að hlusta á kveinstafi móð- ur sinnar eða verða þar fyrir ertni Gústafs. Hún hafði hina mestu óbeit á öllu og vildi um fram alt vera laus við þess- heimskulegu bækur, að minsta kosti lærði hún ekki lifandi vitund af þeiin. Þetta sagði Þyrí í einrúmi með föður sínum alveg hispurslaust; en með leyfi hans fékk hún að vera áfram á Rósa- garði fyrst um sinn;. en Gústaf hafði hann heim með sér; en alt af var hann jafn þrár og hann hafði verið. Daginn eftir heimsótti móðirin sjúka drenginn sinn á spítalanum inni í höf- uðborginni. Var hún við því búin, að það yrði, ef til vill, í síðasta sinni, sem hún kveddi drenginn sinn eldri, hann, sem átti að verða vonin hennar, stoð hennar og stytta. 12. KAPITULI. Endurfundir. Það var seint um haust. Að aflíðandi miðjum degi, tók þegar að rökkva og færðist rökkrið yfir allan húsbúnaðinn inn gegnum þungu og þéttu gluggatjöld- in og læddist svo inn með veg'gjunum í matsalnum á heimili Gústafs. Dýra,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.