Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 9
L JOSBERINN 313 ekkert til — þetta, sem þú veizt víst! Þú skilur það víst, að manni dettur margt í hug, þegar maður liggur í rúm- inu. Og svo þótti mér það vera rangt af mór, Gústaf, að skifta mér ekkert af þér. Því það er svo ljótt, þegar mað- ur hefir gert einhverjum rangt til, hversu lítið sem það svo er. Ég minnist þess einu sinni, að ég átti að hjálpa henni litlu Perlu hennar Maju, sem hafði fest sig á milli stauranna í girð- i'ngunni, og mér varð á að brjóta ann- an fótinn á henni, og þótti það svo leitt, vegna veslings litlu hænunnar, að ég gat ekki sagt frá því. Og þá hugsaði ég, að þetta hérna með mig mundi vera þér þungbært, og þér væri, ef til vill, kvöi að því, og svo langaði mig svo til að losa þig við þá samvizkukvöl. Þess vegna bað ég læknirinn að lofa mér að heimsækja þig, og er hann heyrði, hvers vegna, þá var hann svo dæmalaust góð- ur við mig, að hann ók mér sjálfur í vagninum sínum og fylgdi mér alla leið heim að dyrum. Það var auðséð, að Gústaf tók ekki eftir því, sem Jóhannes sagði. Hann sat fast hjá honum og studdi olnbogunum á hnén og brá höndum fyrir andlit sér. En alt í einu spratt hann upp og sagöi: »Nú veit ég, Jóhannes, hvern mann þú hefir að geyma; þú ert heilagur maður! Þú ert samskonar maður og Daníel í ljónagryfjunni og píslarvottarn- ir, sem ég hefi lesið um, þó að ekki hafi ég lagt hinn minsta trúnað á, að slíkir menn væru til í raun og veru. Það var af því, að ég var svo heitvondur við þig í sumar, því að ég hata hræsni, og ég liclt altaf, að þolinmæði þín og ljúflyndi, sem ætlaði að gera mig óðan, væri láta- læti ein. Og svo skaut ég fótinn undan þér! Þegar ég lagði af stað með byss- una, þá var það ekki ásetningur minn, en svo —! Ö, Jóhannes, þú getur hugs- að þér, að mér hafi liðið illa með sjálf um mér ekki samyizkukvalir, það held ég, að það verði ekki kallað — að minsta kosti, því að ég hefi ekki reiðst sjálfum mér eða skælt eða iðrast, en ég hefi fundið til einhverrar beiskju hið innra með mér. Og er menn hafa litið á mig eins og ég væri glataðí son- urinn, þá hefir mig langað til að klóra þeirn, og þegar þeir fóru að vola og tala um þig og' þínar skelfilegu þjáningar, þá hefi ég ekki gert þeim það til ánægju að hlusta á þá, því að ég' vissi það of- boð vel, að undir niðri voru þeir að segja þessar ógurlegu sög'ur til að fá mig til að iðrast og snúa mér, en þá langaði mig mest til að verða verri og verri. En svo komst þú með þennan fót þarna - aðeins til að segja mér, að ég skyldi ekki láta mér leiðast það. Jó- hannes, þú mátt engum segja það, en nú grípur mig löngun til að verða góðui drengur - og' það skal ég líka vissu- lega verða, en þá verð ég að losna úr þessu bæli. - »Bæli!« sagði Jóhannes og' hló við og leit í kringum sig í stóra fallega her- berginu, er nú var alt uppljómað af lampanum og svo laðandi að sjá. Þjónn- inn hafði komið inn með logandi lampa til að gera sér erindi, og' vita, hvað um væri að vera. »Já, bæli er það þrátt íyrir allt. Ég' skammast mín, þegar ég hugsa um munnsöfnuðinn okkar allra hérna og ég svo hugsa til heimilisins þíns.« »Já, en sjáðu Gústaf, það er alt mömmu að þakka,« sagði Jóhannes, og augu hans og öll ásjóna hans ljómuðu. »Þú hefir nú ef til vill, rétt fyrir þér í því, en það er svo ólíkt mínu heitm ili, því að mitt heimili gæti verið gisti- skáli. - Það var gauragangur í skólan- um í dag. Kennarinn sag'ði að ég skrökv- aði, þegar ég fullyrti, að ég' hefði lesiö latínuna. Og ég sagði satt, ég las hana í gær, annars hefði ég þagað. Og eiga

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.