Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 12
316 LJÖSBERINN að þér, verið fyrsti kennarinn hjá þér, verið þín hægri hönd.« »En það getur þú og það skaltu vera. Hefði ég aðeins peninga, þá gætir þú gengið í skóla, og ég gæti á meðan klof- ið það ein, ef svo yrði að vera.« Jóhannes greip ofan í brjóstvasa sinn. »Mamma, ég var alveg búinn að gleyma því, og þó varð ég svo innilega glaður, þegar ég fékk þetta bi’éf frá föður Gústafs. Ég held, að í því séu peningar, því að hann sagði, að það vari handa framtíð minni og hann var svo ljúfmannlegur á svipinn, þegar hann sagði þetta.« Hann rétti móður sinni bréfið og hún opnaði það. En þegar hún las það, þá hn.ykti henni við. »Jóhannes, hér er meira en nóg fé til að kosta þig til náms. Ö, það er da- samlegt; nú geta ræzt mínar heitustu óskir, þú getur tekið kennarapróf, en«. og nú varpaði hún öndinni mæðilega; »en hún rættist svona undarlega.« »En vertu glöð samt, elsku mamma, því að það er gott fyrir mig, gott fyrir Gústaf, sem er vissulega miklu betri en við héldum, og gott er það fyrir litla skólann þinn. Eg er svo sæll og glaður, af því að eiga nú kost á skólagöngu, að ég get næstum ekki skilið það.« »En nú skaltu fara að hátta, elsku drengurinn minn, því að þú hlýtur að vera þreyttur.« Jóhannes vafði móður sína örmum og sagði: »Ég var að hugsa um það, að alt það, sem var dimt og þungt fyrir okkur, hef- ir snúist til hamingju og gleði. Mamma, mér finst við vera eins og' kornið, sem sett er niður í svarta moldina, þar sem dimt er og einmanaleg't; en þaðan að neðan koma frjóangarnir og vaxa upp móti ljósinu. Ég get ekki almennilega lýst hugsun minni, en þú skilur mig, eða er ekki svo?« »Jú, ég' skil þig, Jóhannes, og er alveg viss um, að þú hefir rétt fyrir þér. Alt hið þunga, sem mætir okkur, getur, ef til vill, orðið til heilla og hamingju okk- ur til handa. Gé>ða nótt, elsku drengur- inn minn. Guð blessi þig!« ENDIR. -----*><$> <~-- Sól sálar minnar. Ameríska skáldið Tennyson gekk einu sinni með gesti sínum um aldingarðinn sinn stóra, og bar þá margt á góma. Alt í einu nam gestur hans staðar vió við angandi blómabað og mælti: »Mig hefir lengi langað til, að spyrja yður, hvað yður virðist um Jesúm Krist.« Skáldið svaraði ekki þegar í stað. Ilann festi augun sín fögru og björtu á skrúðrós einni, benti gestinum á hana og sagði: »Það sem sólin er þessu blómi, það er Jesús Kristur mér. Hann er sól sálar minnar. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án hans.« Tennison orti fjölda ágætra, andlegra ljóða. »Líf er nauðsyn, lílt þig' liveLja, líkstu ei gauði, berstu djarft, vertu ei sauður, heldur hetja, hnlg ei dauður fyr en þarft.« Til kínvei'ska drengsiiis: N. N.10,00 kr., Geir 2,50 kr„ N. N. 2,00 kr„ Til b.ioslx'iaus: Áheit frá konu 5,00 ki., frá stúlku í Hafnarfirði 5,00 kr. Ljósberinn þakkar innilega fyrir gjafirnar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.