Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 14
318 LJÓSBERINN tveir litlir, en spilfjörugir hestar. Þeir settust á bak þeini og riðu alllangt, þar til þá bar að höll einni. Hestarnir hlupu yfir stóra skurði, háa múra, og þannig gátu þeir, Álfur og Mikael, komist inn í borgina og látið greipar sópa um alt það fémæti, er þeir vildu á brott nema. Ef þeir mættu einhverjum hallarbúa, þá slóg Álfur stafnum á brjóst þeim og hestunum, og þá urðu þeir svo litlir, að þeir gátu skotist inn í minstu mús- arholu. Á þessu ferðalagi bar þá að herbergi einu skrautlegu, þar svaf yndisfögur kóngsdóttir í silkisæng með silkiforhengi fyrir. Á borðinu lá dýrindis perluháls- band og armband, sett eðalsteinum. Álí- ur tók hálsbandið og bauð Mikael að taka armbandið. Þeir komu svo út í hallargarðinn og þá láu þar tvö hálm- strá, sem Álfur gei'ði strax að hestum, og svo héldu þeir á harðaspretti aftur heim í hólinn sinn. Svona flugu þeir yfir lög og láð á hverri nóttu og rændu fémæti. En ves- lings Mikael leið óumræðilega illa, því hann var heiðarlegur og ráðvandur piltur og vildi ekki taka það, sem hann átti ekki. En nú var hann kominn í gildruna og úr henni slapp hann ekki. Nú iðraði hann þess, að hann hafði nokkru sinni yfirgefið föðurgarð. Kvöld eitt sat Álfur við eldstóna í hól sínum og gladdi sig yfir þeim ránsfeng, sem hann þar hafði safnað saman. »Nú hefi ég gnægð alls,« mælti hann, en eitt vantar enn, konu vil ég fá. En hún skal ekki vera álfaættar. Hér í na- grenninu býr ríkur bóndi, á hann dóttir fagra. Hana ætla ég mér til konu. Nú á brúðkaup hennar að standa í kvöld.« »Hvernig má það verða?« spurði Mikael. »Það skal ég nú segja þér,« svaraði Álfur. Svo söðluðu þeir hesta sína og riðu af stað og lintu þeir ekki ferð sinni fyr en þeir komu til bæjar ríka bóndans. Þar var alt upplýst. 1 veizlusalnum sátu gestir við langborð, en þvert fyrir stafni var þverborð og sátu þar brúðhjónin og helztu gestir. — Yar matur framreidd- ur og glaumur mikill og gleði. Yfir brúð- hjónunum hékk fáni mikill á þverslá og eftir honum læddust þeir Álfur og Mikael eins og smámýs og tiltu sér á slána. Þá tók Álfur upp hjá sér dósir, sem í var fínt duft. Því stráði hann ofan yfir brúðurina, svo hún fékk hnerra, en svo lítinn að enginn tók eftir þvi. »Sjáðu nú til,« mælti Álfur, »ef hún hnerrar þrisvar svo að enginn verði þess var, og enginn biður Guð að hjálpa henní þá get ég gert hana svo smáa að enginn sjái hana og þá get ég tekið hana með mér, og þá sér brúðguminn hennar hana aldrei framar.« Aftur stráðí Álfur dufti sínu á brúð- urina og aftur hnerraði hún, en enginn tók eftir því. Mikael virti fyrir sér hina saklausu mey, sem naut ástar og unaðar við hlið hans, sem hún elskaði. Var það ekki synd, að láta þennan leiða álf ræna henni á brott og fara með hana í hólinn sinn? 1 þriðja sinn lét Álfur duftið falla niður á andlit brúðarinnar. Og þá var einmitt faðir hennar að bjóða gestina velkomna og glösin klingdu og gleðskap- urinn jókst. Brúðurin hnerraði í þriðja sinn og enginn tók eftir því. En þá gac Mikael ekki lengur staðist, heldur hróp- aði: »Guð hjálpi þér!« — En þá varð Álfur fokvondur og hratt honum frf sér, svo að hann féll af slánni og ofan á borðið fyrir framan brúðhjónin, og þar sem hann var nú laus við trölldóm allan, þá lá hann auðvitað þarna endi- langur í fullri stærð á brotnum súpu- fötum, vínglösum og var allur útataður,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.