Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN 319 Nú komst alt í uppnám, þegar þessi óboðni gestur kom svona öllum á óvart og ekki á sem heppilegastan hátt. Brúð- guminn náði í jakkakragann hans og dröslaði honum fram á gólf. Síðan var hann dreginn fyrir rétt, og réttarhald- arinn var auðvitað bóndinn sjálfur, þar átti Mikael að skýra frá hinni dular- fullu þangaðkomu sinni. Og það gerði hann, skýrt og skilmerkilega. En fögnuðurinn varð mikill, er menn heyrðu á hvern hátt hann hafði frels- að brúðurina. Síðan skýrði hann frá hinum miklu auðæfum, sem í hólnum væru, og hann bauðst til að vísa bændum veg þangað, ef þeir vildu grafa þar upp. Svo lögðu bændurnir af stað með rek- ur, haka og járnkalla og rifu upp hól- inn. En er þeir voru komnir nokkuð nið- ur í hann, þá laust upp eldsloga alt í kring um þá, svo þeir tóku til fótanna heim til sín og leituðu aldrei að auðæf- um Álfs aftur. En Álfur hypjaði sig burt úr hólnum og leitaði hælis einhvers- staðar langt í, burtu. En bónda þótti svo vænt um Mikael, að hann mátti ekki hugsa til þess aö missa hann frá sér, og Mikael vildi nú ekki hafa vistaskifti oftar, en undi hag sínum hið bezta hjá bónda og ungu hjón- unum alla sína æfidaga. Og svo er þessi saga búin. Sigur sannleikans. Fangavörður einn segir sína sögu frá sínum fangavarðarárum: »Maður nokkur kom til mín vel búinn; hafði hann fyrrum verið fangi í því fangahúsi, þar sem ég gætti fanga. En ég ætlaði varla að þekkja hann aftur. En samt réðst ég í að spyrja hann, hvernig honum hefði liðið, síðan við skildum síðast, og' hann svaraði því her um bil á þessa leið: »Öðara en ég var kominn til bæjar- ins, þá leitaði ég uppi forstöðumann stærstu verzlunarinnar í bænum og spurði hann hvort þeir þyrftu ekki á mér að halda. Og að því búnu lagði ég fram vitnisburði mína frá fyrri hús- bændum mínum og las hann þá mjög vandlega. Að því búnu lagði hann fyrir mig spurningu, sem ég varð dauðhrædd- ur við. Hann spurði nefnilega: »Hvar hafið þér verið þrjú síðustu árin?« Hjartað barðist í brjósti mér, en þó sagði ég eins og var: »Eg var í hegningarhúsinu.« »Pyrir hvað var yður hegnt?« »Fyrir svik.« »Hvers vegna berið þér áræði til að segja mér frá því, þar sem þér eruð að sækja um stöðu við verzlun mína?« »Fangelsisprseturinn lagði mér það ríkt á hjarta, að segja alt af um það, eins og var, ef ég væri spurður, og ég hét honum að gera það.« »Vel er það,« sagði forstjórinn, »en hétuð þér honum þá um leið, að þér skylduð líka framvegis verða trúr og heiðarlegur í starfi yðar?« Eg kvaðst hafa heitið því líka. Rétti hann mér þá hönd sína og sagði: »Þar sem þér nú hafið efnt annað heitið, og sagt alt, eins og var um yður sjálfan, þá trúi ég yður til þess að halda hitt heitið, að þér skuluð vera trúr og heiðarlegur upp frá þessu.« Mér tókst það þegar í stað, sem hundruðum annara ungra manna hefir eigi tekist á löngum tíma, þrátt fyrir stöðuga eftir leitun, og það var af því, að ég gaf sannleikanum heiðurinn, og það eins fyrir því, þó að hann gengi mér ekki í vil, heldur þvert á móti, Hér rættist það, sem Salómon segir: »Sá, sem fram gengur ráðvandlega,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.