Ljósberinn


Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 6
L JOSBERINN see sem hún gaf mér. — Þetta tnyndablað sagði hún að ætti að gefa henni Rúnu. Það er mynd af frelsaranum, þegar hann er að blessa ungbörnin. — Þetta er fallegasta myndin, og hún sagði, að hann pabbi hennar gæti þýtt söguna á blaðinu, fyrir hana Rúnu. Það er enska, sagði hún. Hin blöðin eigum við að eiga og skifta á milli okkar.« Frh. ------------ Pað sloknaði í vitanum. Hlut’ærk vort í þessum heimi er að lýsa, að vera ljós eða »vitar« Guðs 1 dimmum heimi. Þá ríður ekki lítið á, að við vökum eða séum »brennandi í andanum«, eins og postulinn að orði kemst. Hann Jón gamli hafði verið vitavörð- ur í meira en þrjátíu ár og altaf verið í þjónustu ríkisins. öll þessi ár hafði hann nákvæmlega gengt starfi sínu; vitinn hans hafði á hverri einustu nóttu varpað ljósi sínu út yfir hafið. En nú hafði konan hans verið sjúk og hann hafð vakað yfir henni þann tím- ann, sem hann hefði átt að sofa. Þegar kvöldaði og hann var búinn að tendra lampann í vitanum, þá féll hann í svefn, og blundaði litla stund -— tuttugu mín- útur. En á þessum fáu mínútum tók ljósið að sindra, og loks sloknaði það með öllu. Og mikil var sú skelfing, sem greip Jón gamla, þegar hann vaknaði og sá, að hann var í kolníðamyrkri. Hann kveikti þá sem skjótast á lampanum aftur i þeirri von, að ekkert skip hefði farið fram hjá á Jjessum mínútum. En sú von brást honum, Oti á hafinu var leitað hins blikandi vita, en fanst eigi, og skipstjóri, sá, sem tekið hafði eftir vanrækslu vitavarðarins gamla, skýrði frá, að á þeirri stund, sem hann til tók, þá hefði verið sloknað á vitan- um. Fám dögum síðar komu þau boð frá vitamálastjórninni, að Jón gamli skyldi láta af starfi sínu og koma til viðtals við vitámálastjórann. Jón vissi, hvað undir því bjó. Hann var kallaður fyrir yfirboðara sinn og þaulspu.rður um, hvort sloknað hefði á vitanum hans. Jön varð niðurlútur, en svaraði þó: »Já, ég féll í svefn,« og sagði síðan yfirmanni sínum upp alla söguna. Þá mælti hann: »Jón, þú ert búinn að gegna starfi þínu dyggilega í þrjátíu og tvö ár, og mig tekur það sárt að nú verður þú að láta af starfinu, því að sloknað hef- ir á vitanum í tuttugu mínútur.« »Það voru ekki nema tuttugu mínútur, en það hefði getað riðið á lífi manna, svo hundruðum skifti, og landslög mæla svo fyrir, að aldrei megi slokna á vita að nóttu til.« — Þú og ég erum ljós í næturmyrkri. Geta menn reitt sig á, að ljósin okkar slokni aldrei? Jesús sagði. »Ég er ljós heimsins; hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.« ------•><•>-«•■- Dásamleg hjálp. I Gaza, höfuðborg Filistanna, sem frá er sagt í biblíunni, þar sem Samson feld.i Dagons-únusterið yfir sig og 3000 Filista, gerðist eftirfarandi merkisviðburður. Einu sinni hafði þjófur brotist inn í hús fámennrar fjölskyldu í Gaza. Þeg- ar hann var búinn að stela öllu, sem hann gat haft á, burt með sér, í fremra herberginu, þá læddist hann inn í svefn- herbergi hjónanna. Þar sváfu þau sætt og vært og barnið þeirra hjá þeim í vöggu, sem stóð hjá rúmi móðurinnar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.