Ljósberinn


Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 327 Þjófurinn var víst hræddur um að barn- ið gæti komið upp um sig og bar því vögguna út fyrir dyr. Þá fór barnið að hljóða. Vaknar þá móðirin og ætlar að grípa til vöggunar; en hún er þá ekki á sínum stað. Barn- ið heldur áfram að hljóða. Þá vaknar faðir þess, hlustar og hrópar upp: »Barnið er að hljóða utan húss — hvern- ig getur staðið á þessu?« Hlaupa þau þá bæði út. Þau spyrja hvort annað og gizka á eitt og annað — en í sömu andránni fellur þakið á húsinu þeirra niður undan snjóþunga afarmiklum, sem lagst hafði á þekjuna um nóttina; lá nú húsið þeirra í rústum á einu auga- bragði. En svona björguðust þau öll úr háskanum. Um morgunin var farið að ryðja burtu mölinni og grjótinu o. s. frv.; fundu þeir þá dauðan mann í rústun- um. Það, sem hann hafði stolið, hafði hann bundið á bak sér og troðið í vasa sína. Og vafalaust hafði hann borið barnið út til að greiða fyrir áformum sínum; en án vitundar sinnar og móti vilja sínum, hafði hann orðið verkfæri í höndum Guðs til að bjarga þremur mannslífum. En sjálfur dó hann í synd- inni. Sannaðist hér ekki aftur, það sem Jósef sagði við bræður sína: »Þér ætl- uðuð að gera mér illt, en Guð snéri því til góðs.« Speki Guðs og heimsins. »Mennirnir teljast til dýranna,« sagði einhver barnafræðarinn. »Já, það er satt,« svaraði ein af litlu stúlkunum, »við erum lömbin frelsar- ans.« Þetta voru spakleg orð af barnsvör- um. En til eru líka börn,. sem eru vitur í veraldlegum skilningi; þar kemst guð- lega spekin ekki að, hún fer ekki fram af munni þeirra. Eitt þeirra barna heyrði ég segja: »®g bið ekki um daglegt brauð, nema á sunnudögum, því að rúmhelgu dög- unum vinnur pabbi fyrir því sjálfur.« »Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú búið þér lof« kveður hið heil- aga sálmaskáld um Guð. En þau börn heyra ekki heiminum til, heldur eru þau frædd af Guði. — ----—»> • ----- Trúr sonur. Frægur málari nokkur var af fátæku fólki kominn. Faðir hans hafði verið listiðnaðarmaður. En með listiðn sinni hafði hann átt örðugt með að láta son sinn ganga á listaskólann. En er sonur hans var kominn til virð- inga og velmegunar, þá tók hann föð- ur sinn til sín; var hann þá orðinn elli- hrumur, en gat þó aldrei iðjulaus ver- ið með höndunum. Hann skar út alls- konar myndir úr tré. En gömlu hendurnar hans voru orðn- ar stirðar og hann átti bágt með að beita þeim. eins og við átti. Og þegar gamli maðurinn leit yfir það að kvöldi sem hann hafði gert, þá hristi hann höf- uðið af óánægjunni með það. En þegar gamli maðurinn var geng- inn til náða, og hann gerði það snemma, þá tók sonur hans smíðisgripi föður síns. Honum var það hægðarleikur svo hag- ur sem hann var„ að laga það, sem á- fátt var og ljúka við myndirnar. Og er faðir hans kom aftur á fætur um morguninn, þá leit hann á myndir sínar; og þá hristi hann ®nn höfuðið

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.