Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 2
330 LJÖSBERINN Hrói Höttur og kappinn frá Nottingham. Gleðitíðindin. Sunnudagaskólinn 3. desember 1!)33. Lestu: Lúk.: 1, 5--22, Lærdu: Malakí 3, 1 a. Sjd. gé sendi yður sendiboða minn, og hann mun greiða veginn fyrir mér Kæru, ungu vinir! I dag er ykkur sagt frá því, að eng- ill Drottins var sendur til að flytja guð- hræddum presti gleðitíðindi. Og hvaða gleðitíðindi voru það? Að hann mundi eignast son, likan Elía spá- manni að anda og krafti, fullan af heil- ögum anda frá móðurlífi. Hann átti að snúa börnum ísraels til Guðs þeirra til þess að þau eignuðust guðlegt hugarfar, og íklæddist hertýgjum ljóssins: Trú, von, kærleika, sannleika og réttlæti. Hann átti að búa þau undir að taka á móti Jesú, hinum tilvonandi Messí- asi þeirra. Já, þetta voru sannnefnd gleðitíðindi, mestu gleðitíðindin, sem nokkrum dauð- legum manni hafa verið flutt. Þið sjáið, að hinum guðhrædda presti verður það á, að efast um, að þau séu sönn. Reyndar var hann búinn fyrir löngu, löngu að biðja Guð að gefa sér son. En nú var hann fyrir löngu hætt- ur að vænta bænheyrzlu og því segir hann: »Af hverju get ég vitað þetta með vissu? Því ég er gamall og konan mín er hnigin á efra aldur?« Hinum guð- hrædda presti var eins og hulið þá í svipinn, að Guð er ekkert ómögulegt. Engillinn refsar honum fyrir það, að hann trúi ekki orðum hans. Góður eng- ill getur ekki sagt ásatt. Annars gæti hann ekki verið sendiboði Drottins, sem er sannleikurinn. — Efum aldrei orð Guðs, hversu óskilj- anleg, sem þau kunna að virðast. För- um í því að dæmi Maríu móðir Jesú. Þá verðum við blessuð af Drotni. Þið hafið sjálfsagt heyrt getið um enska útilegumanninn Hróa Hött, sem uppi var þar í landi fyrir mörg hundr- uð árum og hélt sig löngum í Sherwood- skógi (í Mið-Englandi) ásamt með mönnum sínum. Hrói Höttur var vanur að rétta bág- stöddum hjálparhönd og hegna fyrir órétt og yfirgang, sem þeir urðu fyrir. Þess vegna varð hann uppáhald þeirra og þjóðhetja. Og enn þann dag í dag brennur eldur í augum enskra drengja, er þeir lesa um Hróa Hött. I þá tíð var borgarstjóri í Notting- ham, sem var bæði undirförull og grimmur og hafði fé af landsmönnum með ólöglegum sköttum. Kom Hrói Hött- ur mörgum til hjálpar í þeim málum og bjargaði þeim úr klóm borgarstjór- ans, en sætti fyrir það látlausum of- sóknum af hans hálfu. Beitti borgar- stjórinn öllum brögðum til að hafa hend- ur í hári Hróa og taka hann fastan. Þegar þessi saga gerist, hafði borg- arstjórinn heitið stórfé hverjum þeim, er færði sér Hróa Hött, lífs eða liðinn. En það var eins og engan langaði til að vinna til þeirra launa. Eina nótt, er Hrói lá og svaf undir eik úti í skóginum, eins og hann var vanur, dreymdi hann, að hann þóttist lenda í bardaga við tvo eflda bændur og fara halloka fyrir þeim. Lauk svo viðureign þeirra, að þeir tóku af hon- um bogann, sem var uppáhaldsvopn hans og hin mesta gersemi. Svo illan draum hafði Hróa ekki dreymt um langt skeið og lá við, að hon- um stæði stuggur af honum. Sagði hann trúnaðarvini sínum, Litla-Jóni, draum-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.