Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 331 inn; en hann hló og kvaðst engan trúnað leggja á draumvitranir. Hrói var þó ekki með öllu ugglaus. Hann þóttist finna það á sér, að eitt- livað óvenjulegt mundi að höndum bera áður en dagurinn liði, og því bað hann menn sína að vera vara um sig'. Síðan gekk hann út í skóg og Litli-Jón með honum. Fyrst um sinn var alt tíðindalaust. Vindurinn hvein, fuglarnir sungu og sólin varpaði gullnum geislum niður í milli laufkrónanna. En svo komu þeir að rjóðri í skóginum og sáu risavaxinn mann standa undir eik einni og skima í allar áttir. Hann var girtur sverði, hafði rýting í belti og hélt á boga óvenju miklum, og allur var búningur hans, hátt og lágt, gerð- ur úr hrossaskinnum. »Skjátlist mér ekki,« sagði Litli-Jón, þá er þetta kappinn mikli frá Notting- ham. Nem þú hér staðar, en ég fer að tala við manninn og vita, hvort hann hefir ilt í huga.« »Það væri þá í fyrsta sinn, sem Hrói Höttur færi í felur á bak við menn sína,« svaraði Hrói. »Nei, far þú í hum- átt til Nottingham og grenslastu um, hvort vinur vor borgarstjórinn hefirlagt nokkrar veiðibrellur fyrir okkur, en sjálf- ur mun ég og tala við manninn þarna.« Jóni litla var nauðugt að skilja við Hróa, en gerði þó sem hann bauð. Hann unni foringja sínum mjög og dáð- ist að honum, og aldrei mundi honum til hugar koma, að neita að hlýða hon- um. Nú vissi hann það líka, að ýmsir af félögum þeirra voru á næstu grösum og því viðbúnir til liðsinnis, ef á þyrfti að halda. Hann rölti því af stað í átt- ina til Nottingham, um leið og Hrói gekk fram í rjóðrið til viðtals við kapp- ann í hrosshúðinni. Jón hafði ekki lengi geng'ið, er hann fekk all-alvaregt umhugsunarefni. Við gamlan eikarbol rakst hann á tvo fé- laga sína, er lagðir höfðu verið í gegn og lágu þar dauðir. Og á meðan hann stóð og horfði á þá, kom hinn þriðji hlaupandi og hrópaði: »Flýjum! flýjum! borgarstjórinn í Nottingham veitir okkur eftirför með hundrað vopnaðra sveina og munu þeir engum hlífa, sem þeir ætla að séu í þjónustu Hróa Hattar.« Síðan hljóp maðurinn leiðar sinnar. En Litla-Jóni var löngum óljúft að renna af hólmi; stóð hann því við og hugsaði sig um. En í því komu sveinar borgarstjórans hlaupandi. Jón þekti hvern krók og kima í skóginum og hefði því hæglega getað komið sér undan og falið sig; - en kurteis maður hleyp- ur ekki í burtu, fyrr en hann er bú- inn að heilsa þeim, er óska að ná fundi hans. Þess vegna spenti hann nú boga sinn og sendi ör til borgarstjórans, sem reið fremstur manna sinna. En kveðjuskeytið náði ekki marki; flaug örin fram hjá borgarstjóra og í einn af sveinum hans. Og von bráðar náðu þeir að slá hring um Jón og taka hann höndum. Borgarstjórinn neri saman lófum af ánægju yfir því að hafa náð mesta trún- aðarmanni Hróa Hattar á sitt vald, og lét hann binda hann við eikarstofn, með- an hann og menn hans tóku sér hvíld. »Nú er þér mál að skrifta,« sagði hann við bandingjann, því að um sól- arlag verður þú hengdurk Meðan þetta gerðist inni í skóginum, hafði Hrói Ilöttur gengið fram og heils- að manninum í hrosshúðinni. »Heill og sæll, lagsmaður,« sagði Hrói. »1 sama máta.« svaraði hinn. »Það er vígalegur boginn þinn,« sagði Hrói, »þú ert víst meiri en lítil skytta?« »0—já, ekki er því að neita,« svar- aði rumurinn íbygginn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.