Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 335 Siaíja efiir ~ GiuSirunu Cáifusdoítur, tiiub fyi*»r* ____ ,,L)óst>e»*a rm'l Börnin röðuðu sér í kríngum borðið og fóru að skoða myndabókina. »Hvað varð svo af konunni,« spurði móðir þeirra. »Hvert fór hún?« »Hún fór held ég út í skípíð aftur,« svaraði Lotta. »En þegar hún kvaddi mig sagðist hún mundi hitta mig aftur áður en langt um liði. — Hún fékk mér Ííka ofboðlítið spjald, þegar hún kvaddi mig, — æ, hvar lét ég það nú aftur? Það er hérna, Eg setti það í vasann á kápunni minni. Sko, mamma! Ætli þetta sé ekki nafnið hennar?« »Miss Dina Jockums.« »Hún er sjálfsagt Ameríku-kona,« sagði Lotta með spekingssvip, þegar móðir hennar las nafnið á litla bréf- spjaldinu. »Það eru svo skrítin nöfn þar.« En mamma hennar velti litla sjald- inu á milli handa sinna, og starði hugs- and á það. »Heldur þú það ekki líka, mamma?« sagði Lotta. »Það er ekki gott að segja, Lotta mín,« svaraði mamma hennar með hægð. X. Kveðja úr fjarlœgð. Seint um kvöldið blés skipið til þrott- lögu, og skömmu síðar skreið það út fjörðinn. Fyrst fór það hægt og bít- andi, en bráðlega jók það hraðann og sendi samtímis svartan reykjarmökk í loft upp, en hafrænan bar reykinn með sér upp að ströndinni, þar sem hann liðaðist sundur og hvarf. .Svartklædda konan stóð ein á bryggjunni og horfði á eftir skipinu, sem barst fjær með hverju augnabliki, uns það hvarf sjón- um hennar alveg. Þá tók hún tvær stór- ar ferðatöskur, sína í hvora hönd og hélt leiðar sinnar inn á milli húsanna, sem næst stóðu platningunni Það var fáförult á götunni, en ljósin í glugganum sendu hlýlegan bjarma út til hennar. Henni varð litið upp í glugg- ann um leið og hún gekk fram hjá, en gluggatjöldin vörnuðu henni að sjá inn, og hún hélt áfram göngu sinni, einmana- leg og þreytuleg í bragði. Loks nam hún staðar hjá húsi einu, kippkorn frá höfninni. Dyrnar voru opnar, og við ljósbirtuna, sem lagði út um þær, gat hún lesið letr- ið fyrir ofan hurðina: »Ódýr gisting fyrir ferðamenn.« Hún setti töskurnar á stéttina fyrir framan húsið og' gekk inn fyrir. Það var enginn í fordyrinu, en hún heyrði mannamál á, næstu grösum, og megna reyktóbakssvælu lagði fyrir vit henn- ar. — Hún drap að dyrum. Unglingsstúlka, úfin og óhrein í fram- an, gægðist fram í fordyrið, en hvarf jafn harðan, og í sömu andránni kom roskinn karlmaður til dyra. Hann var snögg'klæddur með stutta reykjarpípu,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.