Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 4
346 LJÖSBERINN fvtnbn Wrttiíu Jífiix ^k, ^Fuxbtx^. Lúk. 2, 16.: Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jóesf og barnið liggjandi i jötunni. »Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.« Þannig mæltu engl- arnir til hjarðmannanna. Og’ þetta barn var Frelsarinn — það höfðu englarnir líka sagt. Hjarðmennirnir voru nú alt annars hugar. en að leggjast til svefns og sofa til morguns. Nei, þeir sögðu hver við annan: »Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orð- inn er og Drottinn hefir kunngert oss.« Þeir fóru af stað, og þeir fundu barmð. Því miður eru þeir margir, sem halda jól árangurslaust ár eftir ár. Þeir hafa tekið þátt í hátíðaguðsþjónustum, sung- ið dýrðlegu jólasálmana, fagnað jóla- ljósunum og glaðst með vinum og kunn- ingjum, en þeir hafa aldrei fundið Jesú- * barnið. Þeir hafa ekki tekið á móti neinni sannarlegri jólagjöf, og eru þess vegna fátækir. Og þó hefir Jesús kom- ið til þeirra. Hann hefir verið boðaður þeim, til þess að þeir tækju á móti hon- um, — því að hann er Frelsan allra. Hve gleðisnautt og tómlegt það hlýt- ur að vera, að halda hátíð gleðinnar, án þess að hafa komið að jötunni og fundið barnið! Þú vilt víst ekki halda jól til ónýtis? Nei, ég þykist þess fullviss, að þig langi til að finna Jesú-barnið og þannig eiga þátt í jólagleði hjarðmannanna, Og einmitt nú er þér fluttur boð- skapur englanna: »Yður er í dag Frels- ari fæddur« og »þér munuð finna ung- barn reifað og liggjandi i jötu.« Þetta er mesti og bezti boðskapurinn, sem fluttur hefir verið frá himni til jarð- ar, frá Guði til mannanna. »Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn.« Og nú á þessum jólum fær þú að heyra, lesa og syngja um það, að þú eigir Frelsara. Hvað væru jólin, með allri stundlegu gleðinni, án Jesú? Innihalds- laus og einskis verð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.