Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 6
348 LJÖSBERINN hólpinn,« hafði hún sagt. »Eg bið ekki eins innilega fyrir nokkrum, eins og fyr- ir þér; og síðasta bænin mín skal vera helguð þér!« - Og hún efndi þetta. Seinustu orðin, sem hann heyrði af vörum hennar, voru innileg bæn til Guðs um að frelsa sál hans, svo að þau fengju að vera saman á himnum. Vemundur fleygði sér niður á stól. »Magða var engill, — já, víst var hún það. En ég sá það ekki á meðan hún var hjá mér.« Pað var sár sjálfsásökun í rómnum, er hann sagði þetta. Honum varð litið yfir að bókaskápn- um. Par lá Biblían hennar. Hún hafði legið þar óhreyfð síðan konan dó. Hann mintist jólakvöldsins í fyrra. Pá hafði hún lesið jólaguðspjallið fyrir hann. Hann mundi aldrei gleyma þeirri stund. Svo undarlega hafði.hún horft á hann. Það var eins og hún vissi það, að þetta yrðu einu jólin, sem þau fengju að vera saman. Hún hafði numið staðar í miðjum lestrinum og beðið hann um blýant. Og þegar hún tók við hon- um, brosti hún til hans gegnum tár. Honum var þetta svo minnisstætt, eins og það hefði gerst í gær. Hún skrifaði eitthvað á spássíuna 4 Biblíunni sinni, og þegar hún rétti honum blýantinn aft- ur, Ijómaði andlit hennar svo undur fagurlega. »Þakkir, innilegar þakkirk hafði hún sagt í lágum en ákveðnum róm. En því þakklæti var ekki beint til hans; það var eitthvað, sem hún hafði fundið í Biblíunni, sem vakti svo innilegan fögn- uð og' þakklæti í hjarta hennar. Hvað gat það verið? Hann hafði ekki athugað þetta fyr en nú; en það var augljóst, að það hlaut að finnast í Biblíunni. Það gat varla verið mjög vandasamt að finna það, því að það var við jólaguðspjallið, sem hún hafði skrifað. Það hlaut að vera eitt- hvað, sem henni var sérlegt fagnaðar- efni, eitthvað sem hún vildi undirstrika eða þakka fyrir. Hann tók Biblíuna ofan af hillunni. Það var eins og hún brynni í hendinni á honum. Hann hafði ekki tekið sér slíka bók í hönd síðan hann gekk til prests- ins, og nú voru fimtán ár síðan. Og' Biblían hennar var ekki eins og aðrar Biblíur; það var eins og eitthvað legði út frá henni, einhver straumur, sem kom hjarta hans til að titra. »0, Magða, Magða! værir þú nú á lífi, skyldi ég vera þér miklu betri!« sagði hann með vaxandi sársauka. »Þá skyld- ir þú fá eins margar krónur til trú- boðsins, eins og ég gaf þér marga aura.« Hann mintjst þess, er hún fór síðast á trúboðsfund. Hún hafði beðið hann um peninga til samskotanna; »Gefðu mér nú mikið í þetta sinn,« hafði hún sagt. »Það verður líkalega í síðasta skifti sem ég á kost á að gefa til Guðs mál- efnis, og þú græðir drjúgum, er ekki svo?«;. »Við höfum ekki ráð á að fleygja pen- ingum í slíkan hégóma,« hafði hann svarað. — Hann tók fast um Biblíuna. Honum var farið að vökna um augu. Þetta, um samskotin, var ein sárasta minningin hans. Það hafði komið þjáningarsvipur á andlit hennar, er hann rétti henni tíeyr- inginn, og hún hafði ,horft á hann svo átakanlega sorgbitin. »Þetta er lítið til að vera þakkarfórn,« hafði hún sagt. »Það er nóg, meira en nóg!« hafði hann svarað í skætingstón og fleygt öðr- um tíeyring á borðið. Hann valt niður á gólf og undir borðbúnaðarskápinn. Hann mundi hve mikið hún hafði haft fyrir því, að finna hann. En á meðan var honum dillað. Nú voru þessir tíeyringar orðnir að þungum steinum, sem lágu á honum eins

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.