Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 351 væri eitt hið mesta varmenni, sem nokkru sinni hefði uppi verið. En Guð getur frelsað glataða syndara. Það fékk Vemundur að reyna. I sálar- baráttunni, sem nú hófst, féll skýlan frá, augum hans, svo að sjónin fór að skýrast. Hann kom auga á orðið, sem varð hold og bjó með oss — Guðs-lambið, sem ber synd heimsins. Jesús hafði frið- þægt fyrir allar syndir hans, einnig þær, sem hann hafði drýgt gegn Mögðu. Hann megnaði nú ekki að sitja lengur, hann varð að varpa sér á kné til að lofa Guð og þakka honum. Heilagar minningar og himneskan ljóma lagði inn í stofuna til Vemundar. Hjarta hans fyltist sælum friði og' fögn- uði. Honum fanst hann mega til að veg- sama Guð: »Lof og þakkir, góði Guð!« hrópaði hann. »Nú hefi ég komið auga á það, sem Magða sá. Og nú sé ég, hvers vegna þú tókst hana frá mér. Það var af því, að þú vildir að við fengjum að vera saman á himnum! — Lof og hjartans þakkir!« Hann opnaði Biblíuna, til að athuga nánar það sem konan hans hafði skrif- að. Ilann laut niður að bókinni og þrýsti á stafina léttum kossi. »Það fór eins og þú sagðir,« mælti hann. »Fyrirbænirnar þínar leiddu mig inn í himininnk Það hrundu tár niður á Biblíuna, — gleðitár af augum Vemundar. Það voru helgu uiinningarnar, sem losað höfðu um þau. Árni Jóliannsson. Gjafir: Kr. 20,00 til sunnudagaskúla ólafs ölafssonar í Kína og kr. 5,00 til Ljósberans frá tveim systrum. Ljósberinn þakkar innilega fyrir þessar jóla- gjafir. j| Um Bach. Undursamlegur atburður. | : { j Eftir Chr. Brovig. =; • V *• Jóhann Sebastian Bach var fæddur árið 1685 í Eisenach á Þýzkalandi. Allir, sem einhver kynni hafa af hljóm- list, kannast við »Bach gamla«. Hann var af söngelskri ætt og voru margir frændur hans og forfeður merkir hljóm- listarmenn. Bar hann þó langt af þeim öllum, enda var hann talinn merkastur tónsnillingur samtíðar sinnar og enn mun hann um langan aldur verða tal- inn einn hinn mesti meistari, sem uppi hefir verið í ríki hljómlistarinnar. Tign- arljóminn, sem af nafni hans og tón- smíðum stafa, er jafn-bjartur enn og hann var fyrir því nær tveim öldum. En það er nú um það bil 180 ár síðan Bach dó. Hann var fyrst og fremst tón- skáld kirkjunnar og kristindómsins, og samdi ógrynnin öll af sálmalögum og stórfenglegum tónsmíðum um ýmsar fegurstu frásagnirnar og merkustu at- riðin á Biblíunni, einkum Nýja testa- mentinu, — fögrum og dýrlegum tón- smíðum, sem aldrei fyrnast. Hann átti lengstum við erfið kjör og margskonar mótlæti að stríða. En þó voru seinustu æfiárin erfiðust, því hann misti sjónina vegna ofreynslu og óheppi- legra lækninga-aðferða, og varð loks al- blindur. Þessa þungu raun bar hann þó með einstakri þolinmæði, því að hann var maður heittrúaður og kunni þá list, að^leggja alt í Guðs föðurhönd. Um þenna mikla tónsnilling er sögð þessi saga, sem gerist skömmu áður en hann dó (1750): Hann ,sat í hægindastól, í stofu sinni, en hj á honum stóðu kona hans og Fried- rick (Friðrik) sonur hans. 1 stofunni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.