Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 10
352 LJÖSBERINN var alger þögn. Hvorugt mæðginanna vildi láta á sér þæra; því að meistarinn gamli sat með spentar greipar — beindi blindum augunum til himna — og var að biðjast fyrir með sjálfum sér. Að stundarkorni liðnu tók hann til máls og sagði: »Elsku vinirnir mínir, nú eru dagar mínir senn taldir, og þess verð- ur ekki langt að bíða, að frelsarinn minn leysi mig frá öllum þrautum og leiði mig inn í dýrðina sína.« — »Nei, segðu þetta ekki, elsku vinur,« mælti húsfreyjan. »Guð leyfir þér að vera hjá okkur enn um hríð. Við getum ekki án þín verið.« »Guð er hjá ykkur,« svaraði Bach, »þið þurfið því ekkert að óttast og engu að kvíða. Alt okkar líf hefir Guð leitt okkur og varðveitt okkur með föðurlegri umhyggju.« »En ef þú hverfur okkur, þá er líka mesta gleðin okkar frá okkur tekin, því að þá höfum við glatað bezta vininum okkar,« hélt konan áfram. »Sagðir þú ,glatað‘!« svaraði Bach. »Nei, — enginn er glataður, sem til Guðs fer heim, hjá honum er heimilið okkar rétta. I himninum eigum við heima.« Ekki var meira um þetta talað. Aft- ur varð hljótt í stofunni um stund, þang- að til hinn guðhræddi, gamli maður rauf þögnina, sem hrifinn' af æðri krafti — og sagði fram, með upplyftri ásjónu og hárri röddu, sálmavers sem byrjar þannig: »Kom þú, Jesíis, kom, þvl kraftar dvina.« Síðan sagði hann við son sinn: »Frið- rik minn, náðu í pappír og blek og skrif- aðu, það sem ég les þér fyrir.« Blindi tónsnillingurinn byrjaði nú með lágri, en styrkri rödd að syngja lag við sálma- versið, og setti við það jafnótt hverja röddina af annari og skapaði þannig hina dýrlegustu tónsmíð. »Hvað er þetta, pabbi!« varð piltinum að orði. Hann féll í stafi af undrun, þegar honum varð Ijóst, hvert dásemdar listaverk það var, sem faðir hans hafði lesið honum fyrir. »Æ, hvað ég er þó fátækur,« mælti fað- ir hans, er hann varð var undrunarinn- ar í rödd sonar síns, »hvað mig langar til, áð geta sungið þúsundraddað: »Kom þú Jesús, kom!« Lengst inn í fylgsnum sálar minnar heyri ég þúsundraddað kór, — hverja rödd með sínum hreim - allar þó í einum samhljómi, ,sam- eiginlegri tilbeiðslu, sameiginlegu and- varpi og bæn. Hvað við erum fátækir. Við getum ekki lýst því, sem býr í hjarta okkar og sál. En þú, eilífi Guð, skilur bæn mína, og' ég veit að þú bæn- heyrir mig.« Nú settist hann við slaghörpuna, og þrátt fyrir sjónleysið, þá lék hann nú enn list þá, sem honum hafði léð verið, ■— túlkaði hina margbrotnu tónsmíð, með nákvæmni og snildarbrag. Þetta var hugðnæm stund, og Guði helguð. Þau fundu návist Drottins. Þegar gamli maðurinn hafði lokið Jaginu, reis hann snögglega á fætur, og' hrópaði upp: »Drottinn minn, — er þetta mögulegt!« Þau mæðginin urðu bæði felmtruð og forviða, yfir þessum geðbrigðum gamla mannsins. »Það er engin vafi á því, — ég er alsjáandi. Ég ,sé hljóðfærið mitt, stólinn minn. Mikli Drottinn! Ég er ekki verð- ugur þess að þú dveljir undir mínu þaki. Komið, ástvinir mínir! Komið til mín! Gleðipf yfir gæzku Guðs er að sprengja hjartað í brjósti mér.« Mæginin grétu gleðitárum í faðmi hans. i »Nú verðið þið að kalla á börnin mín,« sagði hann við Friðrik, »ég vil sjá þau ennþá einu sinni. En hafðu hraðann á» Því að þessi hamingja getur ekki varað lengi, — hún er of stórfengleg.« Friðrik kom að vörmu spori með syst- kin sin, sem hópuðust fagnandi utan um gamla manninn, föður sinn. Hann faðm- aði þau hvert af öðru, þrýsti þeim að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.