Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 16
358 LJÖSBERINN finna til návistar þinnar, þá fer hræðsl- an af mér, þótt ég svo stæði mitt á með- al úlfanna!« Og- í sömu svifum féll' blikandi stjarna af heiðbláum himninum, eins og það væri svar við barnslegu bæninni hans. ■— Voru það óafvitandi leifar af sög- unum, sem afi hafði sagt drengnum, sem nú komu upp í huga hans? Og með því hann hafði hvorki krafta til að fara harðara né hrópa, þá var honum sem sé blásið í brjóst, að rífa af sér herða- fetilinn og láta hann dragnast á eftir sleðanum. Pað var eins og úlfahópur- inn hikaði vitund við þetta; skugginn af fetlinum var svipaður hlykkjóttri slöngu. Nú reið á að láta skríða; bráðum var hann kominn fyrir oddann eða höfðann, sem áður er getið. Voru það Ijósin í verzlunarhúsunum, sem hann sá? Alt af herti hann á sprettinum. Hann hélt hann væri þegar laus við þetta ógurlega kapphlaup við úlfana. Pá spratt reim- in á öðrum skautanum. Pótt hann ætlaði nú alveg að stirðna af hræðslu, þá reyndi hann þó að halda áfram, með því að renna á fasta skaut- anum, en draga hinn á eftir sér. En það tjáði ekki; nú dró óðum saman með honum og úlfunum. Hann sá það ekki, veslings drengurinn, örvita af hræðslu mannleg augu geta heldur ekki séð það —, að einn af hinum smáu, hvít- klæddu hjálpurum Guðs, þeim, sem ávalt fylgja hverju barni, stóð við hlið- ina á honum og hvíslaði honum í eyra. Karl Gústaf nam skyndilega staðar, þi’eif tálguhnífinn sinn úr slíðrum og skar hvatlega á reyriböndin, sem héldu ölkerinu föstu á sleðanum. Allar föturn- ar, stórar og smáar, ultu langt út á ísinn og fældu úlfana burtu frá hon- um í svip og var honum það dýrmæt stund. Nú tók hann á því, sem hann átti til - - við vitum, hvaðan honum kom

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.