Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 18
360 LJÖSBERINN handa Brittu gömlu, kom með góðum skilum, og kaupstaðarskuld foreldra hans varð að fullu borguö með verðlaun- um. sem hann fékk fyrir úlfadrápið. Það voru þrír, sem drápust. Upp frá þessu var pilturinn kallaður: Karl Gústaf idfur. Hann varð góður og starfsamur mað- ur og naut hárrar virðingar í allri sveit- inni. Hin mörgu börn hans og barna- börn héldu í hárri virðingu því heiðurs- nafni, sem hann hlaut fyrir hreysti- verkið, sem hann vann á ungum aldri. Palli litli og Gamla-Brúnka. Eftir N inu M o c L e g ang er . Palli litli var dapur í bragði og eitt- hvað svo undarlegur. Og svona var hann búinn að vera um hálfan mánuð og for- eldrar hans orðin hrædd um, að hann væri eitthvað veikur. Fullorðna fólkið leit vorkunnaraugum hvað til annars, og lá í því augnaráði undrun yfir því, að »drengurinn skyldi taka sér þetta svona nærrik — Mat- inn sinn snerti hann ekki, sagðist vera saddur. Veslings litli drengurinn, hvað hann langaði til að fleygja sér á grúfu í fang- ið á mömmu sinn og gráta — gráta sáran! En nú var hann orðinn sjö ára gamall og gekk með tálguhníf í sliðr- um á lendinni, og þá verður maður auð- vitað að bera sig mannalega, jafnvel þó að hjartað ætli að springa. Dagarnir fyrir jólin eru stuttir og annríkið mikið. Veslings Palli var ekki enn farinn að ganga í skóla, svo að hann hafði meira en nógan tíma til að hugsa um mótlætið sitt- Reyndar hjálpaði hann afa sínum til að bera eldivið til jólanna inn í viðarskýlið; en þegar minst varði, lét hann fallast niður á fjalhögg- ið, byrgði andlitið í höndum sér og reri fram og aftur, eins og hann væri sár- þjáður. Afi klappaði vingjarnlega á bakið á honum. »Taktu þetta ekki svona nærri þér, barnið mitt! Jólin eru nú bráðum kom- in, og þá fær þú svo margt fallegt og gott.« Verst var það fyrir Palla, þegar hann heyrði hófadyn utan frá hesthúsinu, eða þegar unga hryssan kom út valhopp- andi. Hann hljóp þá sem fætur toguðu í burtu og faldi sig tímum saman. Hann þoldi alls ekki að sjá Sokku, þó falleg væri. ■—- — Já, en hvers vegna lá svona illa á aumingja Palla, og hvernig stóð á því, að hann þoldi ekki að sjá ungu hryss- una? Jú, það var nú ekki svo undarlegt, og nú skuluð þið heyra: Einn dag um miðjan desember kom hestaprangari frá Svíþjóð, með stóran hestahóp, og faðir Palla, sem var bóndi þarna á bænum, keypti ungu og fall- egu hryssuna, sem kölluð var Sokka; en fyrir hana lét hann Gömlu-Brúnku og varð að gefa þrjátíu dali í milli, og var það hátt verð í þá daga. En vesalings Palli átti sér engan betri vin hér í heimi, en Gömlu-Brúnku — en um það var fullorðna fólkið ekkert að hugsa. Frá því er drengurinn var svo lítill, að hann gat aðeins skriðið á fjór- um fótum um túnið, þar sem Gamla- Brúnka var tjóðruð, hafði hann því nær

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.