Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 19
LJÖSBERINN 361 altaf haldið sig hjá henni- Pegar hryss- an tók sér hvíld og lagðist, þá lagði drengurinn sig líka út af, annað hvort á bakið á henni eða við brjóst hennar, og sofnaði vært. Og aldrei stóð hún upp fyrr en hann var vaknaður og kom- inn á stjá. Breiða lendin á Brúnku gömlu var líka svo fyrirtaks góður stað- ur fyrir allskonar leikföng, leggi og skeljar, smásteina, glerbrot o. s. frv. Brúnka leit stórum og umhyggjusöm- um augum eftir öllu atferli drengsins, og hún hafði það til, er minst varði, að reka blautar granirnar framan í andlitið á honum, þegar hann var sem umsvifamestur. Hann fann líka stund- um upp á því, að setja blóm í eyrun á henni, eða að skreyta á henni makk- ann og lendina. Og þegar hann stækk- aði, varði hann þennan virktavin sinn gegn áleitnum flugum og skorkvikind- um. Slík vinátta, þar sem báðir aðilar gera hvor öðrum alt til geðs af alúðlegri velvild, er ætíð heilbrigðust og ending- ar-bezt- — En nú — nú var vesalings Palli búinn að missa Brúnku! Fullorðna fólkið, sem er svo hyggið, þóttist hafa gert alt sem hægt var til að draga úr skilnaðar-sársaukanum. Það hafði sent Palla burtu í heimsókn dag- inn sem Brúnku var fargað; og seinna, er hann fór að spyrja um hana, var honum sagt, að hún væri í kaupstaðar- ferð og yrði fjarverandi um tíma; en Palli lét ekki leika á sig. »Hvers vegna er þessi unga hryssa komin?« spurði hann afa sinn. »Þið skuluð ekki halda að þetta vari lengi,« sagði amma til hughreystingar; »sorgir barna og ekkjumanna gleymast fljótt.« Hún var allra manna hyggnust, hún amma gamla, en hér skjátlaðist þó. — Það var nú svo langt liðið, að jólín voru að ganga í garð, og því héldu for- eldrar Palla, að sára sorgin hans myndi eyðast og hverfa í gleðskap jólanna. Hann fékk ýmislegt að gera, en hann gerði það alt utan við sig; og þegar hann var settur til að steyta krydd til jól- anna, var honum öllum lokið. Höggin í mortélinu mintu hann svo mjög á það, er Gamla-Brúnka var járnuð, og tárin hrundu niður kinnarnar; en til þess að minna bæri á þessu, fór hann að hósta og ræskja sig — eins og hann væri kvef- aður. En svo létti alt í einu yfir honum- Það var eins og að innra hjá honum hefði kviknað ofurlítið ljós, sem ljómaði á, öllu yfirbragði hans. Dagarnir voru stuttir og kvöldin dimm, en altaf sáust fleiri og fleiri stjörnur á himninum. Palli litli laum- aðist niður á bak við hlöðuna, stóð þar góða stund og horfði vandlega til him- ins, unz hann hugði sig hafa komið auga á stærstu og björtustu stjörnuna, horfði á hana og sagði hálf-feimnislega: »Góða stjarna, viltu ekki fara inn til Drottins og segja honum, að ég geti aldrei orðið glaður framar, ef ég fæ ekki Gömlu-Brúnku aftur. Ég veit ekki hvar hún er, en ég hygg að pabbi hafi selt hana. Biddu Drottin að senda eitt- hvað af jólaenglunum til að leita að henni, ég er alveg viss um að þeir finna hana. — Guð blessi ykkur allar sam- an! Eg ætla að koma hingað á kvöldin og fá að vita, hvernig gengur,« bætti hann við, eftir stundar-þögn. Næsta kvöld kom hann aftur niður að hlöðunni, en þá var svo dimm hríð, að hann sá ekkert. »0-nei, þeir eru víst að leita ennþá,« sagði hann vongóður við sjálfan sig, og staulaðist heim aftur. En á Þorláksdagskvöld var komið glaða-tunglskin, með löngum skuggum á snæbreiðunni' Undir eins og Palli kom á gamla staðinn hjá hlöðunni, fanst hon- um hann sjá marga jólaengla, sem voru

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.