Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 22
364 LJÖSBERINN skepnan komist alla þessa leið — sextán mílna vegalengd. án þess að hún væri stöðvuð? Og án þess að fá nokkuð að eta eða drekka? — Lítið á, hún hefir dottið og meitt sig, hún er blóðug á knjánum — og orðin berfætt!« Palli litli hóf nú höfuðið frá brjósti sinnar beztu vinu og leit á fullorðna fólkið, með hálfgerðri undrun og ásök- un um skilningsleysi: »Gat pabbi og mamma og þið hin virkilega ekki séð jólaenglana tvo, sem sátu á bakinu á Gömlu-Brúnku?« — Var það nokkuð undarlegt, þó hún kæm- ist leiðar sinnar með þeirri leiðsögn? -— Og þó svo hefði ekki verið, þá er Drott- inn fær um að gera það, sem hann vill.« Auðvitað fékk Gamla-Brúnka þá beztu aðhlynningu, sem vinahendur geta veitt. Saga hennar varð landskunn, og löngu eftir þessa jólanótt andaðist hún, södd lífdaga. Hafir þú trú eins og mustarðskorn, þá munt þú geta flutt fjöll. Og hafir þú trú eins og Palli litli, þá munt þú fá hestinn þinn heim aftur, þótt hann sé kominn hundrað mílur í burtu frá þér. Þýtt fyrir Ljósberann. A. JÓll. Ársbækur Kristilegs Bókmentafélgs fyrir þetta ár eru nýútkomnar: 1. Hallarklukkan, síðari hluti, um 14 arkir. 2. Trúrækni og kristindómur, eftir 0. Hallesby, prófessor; cand. theol. Valgeir Skagfjörð íslenzkaði; bókm er 16 arkir. 3. Árbók 1933, um 8 arkir. Þessar bækur eru bezta jólagjöf. — Fást í Bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar, Bankastræti 14. • .* •.• •.. ........... ........... •. • • : I • <?) Jólatré Elsu. (4 • / ’•. • • •.> • • : • • : • • '•.t’* ............... Ú............ ••.•.•’ • ••....'..©»..........O-'-......;.©.-....•• Hún Elsa litla var sólargeislinn henn- ar mömmu sinnar. Hún var 8 ára, en hún hafði oftar en einu sinni gert bjart í kringum hana mömmu sína. Og hún hafði líka verið sólgeisli pabba síns. En nú var hann dáinn, þegar þessi saga gerðist- Það varð mesta fátækt á heimili Elsu að föður hennar látnum. Mamma varð að selja marga fegurstu gripina, sem þau áttu. Og' íbúðarhúsinu stóra og fall- ega gat hún ekki haldið heldur. Hún varð að leigja vandalausu fólki dagstof- una og borðstofuna og þægilegu skrif- stofuna mannsins síns. En sjálf varð hún að láta sér lynda eitt herbergi og eldhús. Þessi íbúð var bæði svefnher- bergi og dagstofa handa mömmu, Elsu og báðum litlu drengjunum. En þeir voru eldri en Elsa. »Ö, strákarnir eru alt af að rífa og slíta garmana sína,« hugsaði Elesa með sér, oftar en einu sinni, þegar hún sá mömmu sína vera að basla við að bæta rifna buxnagarma af þeim og stærðar- gloppur á sokkunum þeirra- Elsu langaði til að verða stór, svo að hún gæti hjálpað mömmu sinni. Hún var nú þegar farin að læra að staga í sokka. En gloppurnar á sokkunum strákanna voru svo stórar. »Það er ekki smáræði, sem þarf handa drengjum,« heyrði Elsa mömmu sína segja endur og sinnum. Henni fanst þá, að hún ætti ekki að borða sig alveg sadda. Það var víst æði lítið, sem mamma borðaði stundum, aðeins til þess að drengirnir gætu fengið nóg. Mamma gat nú klofið þetta um hríð, með því sem hún fékk í húsaleigu hjá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.