Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 23
LJÖSBERINN 365 leigjendum sínum. En svo fór alt að hækka í verði. Pað varð svo lítið ur hverri krónunni, svo að mamma gat ekki látið aurana sína hrökkva fyrir lífsnauð- synjum sínum og barnanna sinna. Prjónavél tókst henni að fá með að- stoð vina sinna, gegn afborgun. Á þá vél gat hún prjónað heima og unnið sér inn dálítið aukreitis. Með því slapp hún hjá því að fara frá börnunum. En það var enginn hægðarleikur að fá eitthvað að gera. Hún fór í margar stór- ar verzlanir. En það var hart í ári. Það var ekki hægt að fá band til að prjóna úr, vegna styrjaldarinnar. Þeir gátu ekki núna lofað neinni vinnu. Þegar leið að jólum, þá voru ískyggi- legar horfur fyrir þessari veslings fjöl- skyldu. Það þurfti svo mikið til eldivið- ar, matar og fata. Það hlaut að verða lítið afgangs til jólaglaðningar. »Mamma, heldurðu að við getum feng- ið jólatré núna?« spurði Elsa með mestu gát einn daginn, þegar hún kom heim úr skólanum. Það var líka farið að tala um jólin í skólanum. Og búin voru þau að læra jólasöngva utan að. Þetta voru fyrstu jólin, sem Elsa hafði lifað í skólanum. Og í þetta sinn hlakkaði hún meira til jólanna en hún hafði nokkurntíma hlakkað áður. Jólin voru afmælisdagur Jesú. Hún skildi það betur nú en áður, af því að þau höfðu talað svo mikið um það bless- að barn nú - - í skólanum. Og nú lang- aði hana svo undur mikið til að heiðra barnið heilaga með jólatré. Jesú vildi hún sýna mikinn heiður. Um þetta alt var hún að hugsa, þeg- ar hún var að þvo upp fyrir hana mömmu sína um miðdegisleytið. Þegar hún kom inn í eldhúsið, heyrði hún mömmu sína andvarpa þungan, þar sem hún sat við saumana sína. —• Aumingja mamma! Elsa hljóp upp um háls hennar og þrýsti henni að sér. Tveim dögum síðar kom Elsa heim úr skólanum og ljómaði öll af fögnuði. »Mamma,« sagði hún brosandi, nú kemur það áreiðanlega innan skamms.« »Hvað kemur?« spurði mamma. »Hjálpin frá Guði.« »Já, barnið mitt,« sagði mamma, »Guð hjálpar okkur áreiðanlega nú, eins og hann hefir altaf gert áður.« »Já, mamma, Guð hjálpar okkur til að eignast jólatré í þetta sinn,« sagði Elsa. Og svo brosti hún til mömmu sinn- ar svo sæl og glöð. — Mamma tók eftir því næstu dagana, að á Elsu var svo mikill eftirvæntingar- svipur. 1 hvert skifti, sem hringt var við götudyrnar, þá skygndist hún um, eins og hún ætti von á, að einhver mundi koma. »Það kemur áreiðanlega, mamma,« sagði hún nokkrum sinnum, þegar henni fanst mamma sín stynia sérstaklega þungan. Einn morguninn, áður en Elsa fór í skólann, bað mamma hennar hana að hlaupa niður í mjólkurbúðina, eftir mjólk út í kaffið. Elsa tók könnuna og ætlaði að fara. En hún komst ekki lengra en í götudyrnar. »Mamma, mamma,« hrópaði hún, »nú er það komið, nú er það hérna, komdu og sjáðu, mamma!« Mamma varð skelk- uð og kom hlaupandi. »Mamma, sjáðu þetta! Sjáðu þennan digra böggul. Það er áreiðanlega verk handa þér að vinna.« Elsa var svo glöð, að hún gat varla orði upp komið. Hjartað hoppaði í brjósti hennar. »Nei, þetta hlýtur að vera misskiln- ingur,« sagði mamma. »Hver kom með þennan böggul?« »Það veit ég ekki, mamma. Ég varð svo himinglöð, að ég gleymdi því.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.