Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 24
366 LJÖSBERINN Þær gengu nú báðar út og luku upp hurðinni, sem hafði verið skelt í lás. Úti fyrir dyrum stóð drenghnokki. »Þér eigið þennan böggul, frú,« sagði hann, »og hér er bréf.« Mamma Elsu tók við bréfinu. Það var frá forstjóra einnar verzlunarinnar, sem hún hafði leitað til. I bréfinu stóð, að hjá þeim hefði verið pantað allmikið af prjónlesi, vegna jólanna, og nú var hún beðin að vinna það, sem sent var, svo fljótt, sem unt væri. I bögglinum var prjónaband. »Mamma, ég vissi að það mundi koma,« sagði Elsa. »Ö, hve Jesús er góð- ur!« sagði hún enn fremur. »Svo þú vissir, að það mundi koma?« sagði mamma og strauk um fallegu lokkana hennar. Hjarta mömmu var líka fult af þakklátsemi. »Hvernig viss- ir þú það, Elsa. Hefir þú beðið Jesús um það?« »Já, mamma, og ég skrifaði líka.« »Skrifað það? Hvað skrifaðir þú? Og hverjum skrifaðir þú?« »Auðvitað Guði sjálfum.« »Skrifaðirðu Guði sjálfum? Hvað hef- irðu gert af bréfinu?« »Ég lagði það inn í bókina hans — í stóru bókina til Guðs, þessa sem pabbi skrifaði öll nöfnin okkar í.« Mamma gekk þá að hillunni, þar sem stóra Biblían lá. Og inni á milli blað- anna fann hún ofurlítið pappírsblað. Á það var ritað með hönd Elsu: »Góði Guð, nú verður þú að vera svo góður að senda henni mömmu efni í mikla vinnu. því annars getum við ekk- ert jólatré fengiðx »Guð blessi þig, litla stúlkan mín,« sagði hún með sjálfri sér í hljóði. Loksins kom þá aðfangadagurinn. Elsa hafði svo hlakkað til síðustu dag- ana, að hún gat varla neytt svefns né matar. — — Nú stóð jólatréð alskreytt. Og á borðinu undir trénu lágu bögglar handa mömmu og drengjunum — allir frá Elsu. Og þar var auðvitað líka frá mömmu handa Elsu, því að bögglarnir voru margir. Þegar Elsa var búin að syngja alla jólasálmana, sem hún kunni, og mamma var búin að lesa söguna heilögu um það, að barnið Jesús hefði fæðst í Betlehem, þá fóru þær að forvitnast um bögglana. Á einum bögglinum, sem þarna hafði verið lagður handa Elsu, var letrað: »Til Elsu frá Jesú.« Elsa opnaði böggul- inn með titrandi höndum — þar var eski. Og þegar hún tók lokið af eskinu, þá brosti þar við henni hin fegursta brúða. Hún gat varla náð andanum, fyrir fögnuði. Brúða! Ö! Eins og hún hafði óskað þess heitt, að hún eignað.'st brúðu! En hver hafði komið með hana? Hún gat ekki verið frá mömmu, því hún gat ekki gefið nema nytsamar jólagjafir. »Ö, nú veit ég það,« sagði Elsa alt í einu, »það er unga stúlkan, sem hefir verið í sendiferðum fyrir Jesú. »Einn daginn, sem við vorum í skól- anum skrifuðum við á seðil, hvers við óskuðum. Og þá skrifaði ég: Brúða.« »Ö, mamma, en hve það er yndislegt, að Jeús skyldi koma, til þess að við gæt- um átt jól!«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.