Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 26
368 LJÓSBÉRINN ••••I [•• v'xv'" ••••••••••••••• 4^ Lindarbæjar-jólin. *•••••••••' J ó 1 a s a g a. ^ :..••••'• *•••••*«•••••*•••*•••••• ••*•••••••• •••••••••*) »•••••••••••••••••••• Það var á þeim tíma, þegar skökku fátæklingahreysin stóðu við hliðargötur og gerði sveitaþorpanna, þar sem frek- ast var skjól fyrir verstu veðrunum. Á sumrin gekk alt sinn vanagang, en á vetrum var oft þröngt í búi. Þannig hafði það verið um ómunatíð, og »svo má illu venjast að gott þyki«, segir máltæk- ið, enda hefði verið um mikla neyð að ræða, hefði þetta nægjusama fólk, bak við freðnu smárúðurnar, mist kjarkinn. Það hafði lengi verið venja á Lindar- bæ, að skifta helming hangiketsins með- al fátækra nábúa. Þetta var orðin svo föst venja að menn væntu jólagjafar- innar frá Lindarbæ með sömu vissu og jólanna sjálfra. Svo lengi sem kofafólkið ið mundi, hafði það aldrei brugðist, að körfunni frá Lindarbæ væri stungið inn um dyrnar fyrir aðfangadagskvöld — ætíð með sömu kveðjunni, hver sem kom með hana: »Gleðilega hátíð í bæinn!« Já, gleði fylgdi henni. Jólasendingin frá Lindarbæ var fyrirboði hátíðarinn- ar í litlu kofunum. Og á hverjum jólum var Magnúsar minst, forföður Lindarbæjarættarinnar. Munnmælin sögðu, að upphaflega hefði hann verið svo fátækur, að ein jólin átti hann ekki svo mikið sem þurran brauð- bita á heimilinu. En það var kominn beiningamaður inn til hans, til þess að hvíla sig. Þegar betlarinn varð þess var, hvernig ástatt var, skifti hann brauði því, er hann hafði betlað saman, milli þeirra. — Því gleymdi Magnús aldrei. Sagan sagði einnig, að Mag.nús hefði síðar fundið fjársjóð grafinn í jörðu, og keypt Lindarbæ fyrir, og orðið auðug- ur maður, en hann lét engan fátækan synjandi frá sér fara; og það var hann, sem var upphafsmaður að Lindarbæjar- jólagjöfunum til fátæklinganna. »Ég hefi sjálfur reynt, hvað það er gott að vera hjálpað í neyð,« sagði hann. En sú sérvizka fylgdi honum, að hann vildi engar þakkir þiggja. »Sleppum því,« sagði hann, »það er ekki nema skylda vor, að hjálpa hver öðrum. Og ennþá, hefi ég aldrei gefið eins mikið og umrenningurinn, er skifti brauði sínu milli okkar.« Sigurður sonur hans hafði haldið venju föður síns; þannig hafði gamli maðurinn lagt fyrir, í eitt skifti fyrir öll, að það skyldi vera. Og því var hald- ið áfram, svo lengi sem Sigurður lifði, þó sonur hans, er hét eftir afa sínum, hefði tekið við búsforráðum á jörðinni. En þa var ekkert leyndarmál meðal fá- tæklinganna, að Magnús hinn yngri horfði nirfilsaugum eftir hverri jóla- sendingu, sem borin var burt frá Lind- arbæ, og heyrst hafði, að hann hefði einu sinni sagt: »Það heldur víst, þetta rusl, að það eigi heimtingu á því!« Þessi orð ollu óvild gegn Magnúsi, enda var hann ekki jafn vinsæll meðal fátæklinga, sem fyrirrennarar hans, og kom það oft í ljós við ýms tækifæri. En

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.