Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 28
370 LJÖSBERINN þá, Magnús! Jólagjafirnai’, sem við höf- um g-efið, höfum við fengið marg endur- g'oldnar — það er rnín trú.« »Það hefði víst gengið vel án þeirra — og jafnvel betur.« Magnús stóð upp og gekk til dyra. Þegar hann lagði höndina á lokuna, leit hann við og sagði hostum rómi: »Það verður eins og ég hefi ákveðið. - Því verður þú að fara eftir, Katrín.« En áður en Katrn gat svarað, mælti Elín: »Minstu hans, er þú heitir eftir! Ætl- ar þú að gera honum smán í gröf sinni, að orð ha,ns verði ekki haldin? Mundu það, að þetta er arfur, sem þú hefir hlotið — alveg eins og jörðina.« Meðan Magnús steig yfir þröskuld- inn, svaraði hann: »Ég held nú, að þessi brauðbiti, sem hann þáði af flækingnum, sé fyrir löngu fullborgaður. Á slíkum tímum, sem nú eru, verður hver að bjarga sér, eftir beztu getu.« Svo lokuðust dyrnar á eftir honum. Það varð þögn í stofunni. Katrín tók loks til máls: »Hvað ætli fólk segi?« Það var auðheyrt af orðum hennar, að hún bar kvíðboga fyrir að brjóta fornar venjur — og jafnframt lá í orð- um bennar djúp sómatilfinning; - - heið- ur heimilisins var í veði. Þetta fann Elín mjög vel, og fekk nú skyndilega hið gamla húsmóðurvald sitt aftur. »Magnús skal ekki ráðu þessu,« sagði hún ákveðin. »Hann er húsbóndinn,« sagði Katrín. »Eg þori ekki að gera annað en það, sem hann skipar.« En Elín endui’tók með áherslu: »Hann skal ekki ráða!« Katrín andvarpaði. »®g er hrædd um, að þetta verði dauf jól fyrir okkur öll,« En Elín gaf því engan gaum, en hélt áfram: »Orð gamla mannsins skulu haldin — komi svo hvað, sem koma vill.« »Hvernig getur það orðið? Magnús verður alveg æfur.« »Verði hann æfur af reiði, verður hann að bræða hana úr sér sjálfur! Ég verð ekki degi lengur ái Lindarbæ, haldi hann þessu til streitu.« Það kom kvíðablær í augu Katrínar og hún andvarpaði aftur: »Ég er hrædd um, að þetta verði sorg- leg jól!« Elín bauð svo góða nótt og’ gekk upp til herbergis síns. Það var orðið áliðið, er fullljóst var orðið næsta morgun. En þegar sólin kastaði fyrstu geislum sínum yfir bygð- ina, hafði Magnús engan frið né ró lengur, en reið burt frá bænum, án þess að kveðja. »Hvert ætlar hann?« spurði Elín. »Hann er búinn að selja hestinn/< svaraði Katrín, »og hann á að afhend- ast í dag.« Elín kinkaði kolli og fór aítur að hugsa um matinn. Magnús reið hægt í gegnum bygðina. Þegar hann kom efst í bygðina, varð hann þess var, að hann hafði gleymt að spenna kverkólina á beislinu, svo hann steig af baki, til að laga það. Með- an hann stóð þar, heyrði hann barna- raddir rétt hjá, sér; hann sá engan, en raddirnar komu víst frá suðurgaflinum á húsi Jóns vefara. »1 dag kemur jólamatur frá Lindar- bæ, segir mamma.« »En hvað hann bragðaðist vel, ég man það frá í fyrra!« Þetta var hljómmikil telpurödd, og hann heyrði hana klappa saman lófunum af gleði. »Við höfum heldur ekki fengið ann- að en brauð með floti og mulinn ost langa lengi. Það er þó gott, að jólin eru

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.