Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 44

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 44
386 LJÖSBERINN gekk seigt og seinlega. En áfram samt! Pað verður betra færi, þegar upp á heiðina kemur. Pú! Eg held ég verði að kasta mæðinni ofurlítið. En hve nú varð dimt yfir. Himininn var svartur á að sjá og enn fór að drífa. Og þegar ég kom upp á háheið- ina, þá var drífan svo þétt, að ég sá því nær ekkert fram undan mér. Snúa aftur? Nei, ég hlýt að hafa mig áfram. Þarna er nú stóri steinninn, sem varð- an stendur á, og heiðarflötin er fram undan. Áfram! Þung var færðin. Snjórinn klestist neðan í skíðin og þau sukku djúpt nið- ur. Ég þrammaði og þrammaði. Mig furðaði, hvað heiðin var löng. Loks bar mig að stórri flatneskju. Það hlaut að vera Svartatjörn. Síðan fór ég yfir ás eða rif og þá kom önnur flöt — Selja- vatnið okkar. Þá er hálfnuð leiðin. Jú, það ætlar að takast. Og ég^ þramma áfram. Mér þótti vatnið helzt til drjúgt yfirferðar. En þarna kem ég á skíða- slóð og hún er ekki gömul. Ætli það sé ekki bezt að rekja hana. Ef ég gæti náð í þann skíðamann, þá 'fylgdi hann mér til bygða. Hó, hú! Nei, enginn svar- aði. Áfram með þig samt, Knútur! En hvað skíðin fóru að verða þung. En hvað mig svíður milli herðanna. Ég yppi skreppunni betur upp á axlir mér og held áfram. En hvað er nú þetta? Enn kem ég á skíðaslóð, sem hverfur inn í þá slóð, sem ég er sjálfur að rekja. Þá sortnar mér fyrir augum. Ég hafði heyrt, að þegar maður gengi í þoku á hjarni eða ísi, eða reri í þoku, þá kæmi hann aftur í sama stað. Ég var þá eftir þessu að hringsóla á heiðinni. Þá greip mig hræðsla. Svitadroparnir hrundu af andliti mér. Ó, hve ég var orðinn þreytt- ur. En hve nú væri gott að setja sig niður litla stund. — Hvað, Knútur, ertu að gefast upp? »Værir það ekki þú, Knútur,« hafði Stóruhlíðai’-öldungurinn sagt. Átti ég þá að láta þarna fyrir berast? Nei, aldrei! Ég horfði út í grátt og ullarkent myrkrið, eitthvert óendan- legt djúp. »Góði Guð, vísaðu mér leið- ina!« Að svo mæltu slepti ég skíðaslóð- inni og tók mér aðra stefnu og hélt svo áfram upp á von og óvon. Skíðin voru þung eins og blý. Ég fór því af skíð- unum og ætlaði að reyna að kafa skíða- laust; en þá sökk ég upp að hnjám og lá þar í mjúkum snjónum og sökk alt- af dýpra og dýpra. »Knútur!« —■ Hvað var þetta? Það var enginn annar en mamma, sem kallaði. Ég spratt upp, neri snjóinn úr augum mér og starði út í myrkrið. En það var ekki annað en hin svartflekkótta flöt, sem altaf var að hækka og lækka fyrir augum mér og færast r.ær. Hafði ég sofnað? Mér fanst að minsta kosti létt- ara yfir mér. Ég setti á mig skíðin og þrammaði áfram. Nú var öll hræðslan farin. Það var eins og mamma gengi við hliðina á mér og vísaði mér leiðina —- þessa leiðina og enga aðra! Og ég’ þrammaði áfram, eins og ég væri dreg- inn af ósýnilegum höndum. —------------ Loksins fann ég, að ég var á leið upp eftir brekku. En svo komst ég yfir þá hæð. En hvar var ég? Það vissi ég ekki. Það var komið svartakveld og ég vissi, að ég gat ekki ratað. Það var óvíst, hvernig fara mundi fyrir mér. En ég fann, að ég var í góðum höndum, og’ þrammaði upp á brekkuna og’ hélt síð- an áfram. En hvað varð nú í vegi? Svartur veggur. Eg gekk tvö skref áfram og rak mig þá á húsvegg. Ég’ kraflaði mig áfram fyrir húshornið. Var þar þá ekki hurð með slá fyrir? Jú, og mér fanst ég þekkja hana svo glögt. Ö, nú er mér borgið. Það var blessuð heyhlaðan mín í selinu okkar kæra á Vatnsstöðli. Það var nærri því sama sem að vera kominn heim. Dyrnar hrukku upp í snatri. Ég setti skíðin við

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.