Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 46

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 46
388 LJÖSBERINN Að því búnu lokaði hann augunum og varð þá steinhljótt í stofunni. Aðeins mátti heyra á tifinu í veggklukkunni að tíminn leið. En er minst varði lítur hann upp og segir: »Margt hefir breyzt síðan þetta gerð- ist. En Guð hefir altaf verið góður og trúfastur. Og nú eru bráðum komin jól að nýju. Hvort mér auðnast að lifa eitt jólakvöld til, það veit ég ekki. En eitt veit ég: Eg gleðst eins og þegar ég var barn heima í Dal.« (B. J. þýddi). ------------ Auðugi postulinn. Fyrsti postulinn, sem lét líf sitt vegng. frelsara síns og Drottins, var Jakob hinn eldri Zebedusson, bróðir Jóhannesar postula. Það var Heródes konungur Agrippa, sem lét hann af lífi taka árið 44 e. Kr. Frá dauða Jakobs postula, segir einn af kirkjufeðrunum eftirfar- andi sögu: Það var einn af þjónum Faríseanna, sem hafði handtekið Jakob og leitt hann fyrir IJeródes, til að ávinna sér hylli konungs. Heródes hataði kristna menn og skipaði að taka Jakob af lífi. Þegar Jakob var leiddur til aftöku- staðarins til að deyja sakir trúar sinn- ar, þá ljómaði gleðin og djörfungin af ásjónu hans, við meðvitundina um mál- efnið góða, sem hann átti að líða fyrir. Þá sló samvizkan kæranda hans, og minti hann á, hve svívirðilega honum hefði farist með því að ofsækja einn af lærisveinum Drottins Jesú; hann fann, að sú trú er veitti postulanum slíkan hetjuhug á dauðastundinni, hlaut að vera fölskvalaus. En af því að hann gat ekki gert gott úr þessu, sem hann hafði illa gert, og gat ekki bjargað lífi post- ulans, sem hann hafði svikið, þá varp- aði hann sér klökkur að fótum postul- ans og hrópaði: »Fyrirgefðu mér og leyfðu mér, að ég megi líka játa nafn hins heilaga.« Jakob sneri sér að hon- um og spurði: »Trúir þú, að Jesús Krist- ur, sem Gyðingarnir krossfestu, sé son- ur Guðs?« IJann svaraði: »Já, ég trúi því.« Og nú hóf hann upp hátíðlega trúarjátningu að öllum viðstöddum á- heyrandi. Jakob starði þegjandi á, hann, og sagði síðan: »Friður sé með þér,« kysti hann og lýsti blessun Drottins yfir honum. Þegar Agrippa konungur sá þetta, þá reiddist hann enn meira kærandanum en postulanum, og lét síðan leiða þá báða til aftökustaðarins. Þeir tóku báðir dauða sínum með mikilli þolinmæði og staðfestu. Molbúasögur. Bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar hefir gefið út hinar vinsælu Molbúasögur, 61 talsins. fms- ar af þeim eru kunnar — hafa verið í dönsk- um kenslubókum — og þykir öllum börn- um gaman að lesa þær og fullorðna fólkið skemtir sér við þær lika. Nú eru þær í fyrsta sinn geínar út í einni heild á íslenzku og fylgir fjöldi mynda (65), sem teiknaðar eru af 12 ára gömlum dreng. Prýða þær bókina og skýra sögurnar. Molbúasögur verða börnunum kærkomin jóla- g:iöf- Lelðréttlng. I sögunni um Hróa Hött í síð- asta tölublaði hafa orðið ýmsar leiðar prent- villur. Á bls. 332, neðan til við miðjan fremri dálk, vantar heila línu; sú málsgrein á að vera þannig: »En ætlir þú að svíkja mig, þá skaltu fá að kenna á þessum,« og um leið rak hann knýttan hnefann upp að nefinu á Hróa.« — »Bogaskytta« fyrir bogskytta. »Við- arteiningur« fyrir viðarteinungur. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.