Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 14
124
ÁRN'I PÁLSSON:
[ VAIvA J
niður völd skömmu síðar. Hins vegar lét Mussolini þá
Hklega til þjóðvina-flokksins og jafnaðarmanna, en lýsti
J)ó samtímis vfir, að hann væri Jijóðernissinni og vin-
veittur kajiólsku kirkjunni. Þó var J)ess ekki langt að
minnast, að hann hafði ausið fáryrðum haturs og fyrir-
litningar yfir kirkju og kristindóm.
Mussolini brýzt til valda.
A næstu árum héldu hinir gömlu borgaraflokkar
áfram að riðlast og klofna, enda fóru vökl Jæirra
og virðing þverrandi dag frá degi. En hersveitir
Mussolini’s uxu dagvöxtum á Norður- og Mið-Ítalíu, og
gerðist hann nú þegar einn hinn voldugasti maður
i landinu. Hann réð yfir miklum, vígbúnum her,
sem laut engum nema honum. Svartstakkar hans á-
reittu og ofsóttu verkalýðinn og verkalýðsfélögin á all-
ar lundir. Sumstaðar tóku Jieir ráðhúsin í bæjunum og
bæina sjálfa herskildi og hrifsuðu Völdin í sínar hendur.
Þó er ekkert vissara en að meginþorri ítalskra verka-
manna var J)á ekki í hyltingarhug, en mikill hluti borg-
arastéttarinnar horfði vonglöðum aðdáunaraugum á
hinn vígreifa flokksforingja, sem ekkert lét sér fvrir
hrjósti brenna og nú virtist vera ráðinn í að ganga á milli
bols og höfuðs á óvinuin hennar.
Flokkur Mussolinis var blandinn mjög. Undir merki
hans streymdi alls-konar lýður úr öllum stéttum,
gjaldþrota smákaupmenn og sameignarmenn, sem orðið
höfðu viðskila við sinn fyrri flokk, liðsforingjar, sem
tekið höfðu Jiátt í stríðinu, en orðið síðan að þola alls-
konar ofsóknir og svívirðingar af hendi byltingarmanna,
er þeir óðu sem mest uppi o. s. frv. En einkum munu
J)ó ungir og óráðnir hugsjónamenn hafa ráðizt í þj.ón-
ustu Mussolinis, draumlyndir og ofsafengnir föðurlands-
vinir, sem Jiótti Italía hafa orðið illa úti á hvalfjörunni
miklu eflir ófriðarlokin. Margir þeirra höfðu áður fyllt
flokk d’Annunzio’s, sem hafði unnið að því allra manna