Vaka - 01.07.1927, Side 14
220
SIGURfHJR NORDAL:
[vaka]
ekki gekk saman, héldu þeir áfram ferðinni. Voru dæmi
til þess, að þeir fóru alla leið til Eskifjarðar eða
Reykjavíkur.
Um bókmenningu Öræfinga veit eg fátt með vissu, en
það hygg eg, að hún sé í góðu lagi og ekki hef eg víða
hitt fyrir betri áheyrendur en i Hofskirkju. Þó skara þeir
sérstaklega fram úr öðrum í verklegum efnum. í Öræf-
urn hafa lengi verið hagleiksmenn og hafa einkum verið
nafntogaðir smiðir af Skaftafellsætt. Enn er þar smiðja
á hverjum bæ, og hagleiksmönnum má þakka þær fram-
farii', að nú eru rafstöðvar á 10 heimilum í sveitinni. En
um þetta efni hef eg ritað nokkuð í 1. h. Vöku, og skal
því ekki fjölyrða um það hér.
Þrátt fyrir örðugleikana virtist mér fólkinu vegna vel,
vera ánægjulegt og hraustlegt og þykja vænt um sveitina
sína. Efnahagur er sæmilegur og mun það ekki spilla
honum, þó að minna sé þar um músagang og kaupstað-
arferðir en annarsstaðar.
En — því er miður, að sagan er ekki nema hálfsögð,
þó að lýst sé þeim erfiðleikum, sem við er að etja að
staðaldri. Jafnvel Skeiðarárhlaupin, sem smám saman
hafa spillt miklu landi, eru ekki það versta, sem yfir
sveitinni vofir. Öræfajökull sjálfur er eldfjall. Það má
geta því nærri, hve fýsilegt er að eiga náttból undir rót-
um hans, þegar eldurinn brýzt upp undir þessari miklu
h jarnbungu.
Þingmannasveit Flosa var meiri en Öræfin nú á dög-
um. Það mun láta nærri, að siðan i fornöld hafi 30
jarðir eyðzt í Öræfum. Þeir bletlir, sem enn eru grónir
og byggðir, standa eftir eins og fáein óunnin vígi i her-
teknu Iandi.
Ægilegasta gosið úr Öræfajökli kom um miðja 14. öld.
Eru skýrslur um það mjög óljósar. En þá hefur lagzt í
auðn fjöldi býla og sveitin að líkinduin öll verið óbyggð
um nokkurt árabil. Þjóðsögur segja, að þá hafi ekkert
kvikt komizt lifandi úr hlaupinu, nema smalinn á Svína-