Vaka - 01.07.1927, Side 25

Vaka - 01.07.1927, Side 25
[vaka] HORNRIÐI OG FJALLSPERRINGUR. 231 og fórum í fyrstu sem eldur yfir akur, þó af okkur drægi, er á Ieið, því löng og erfið var leiðin og þvi erfiðari sem lengra dró austur á bóginn. Skipverjar þeir, er eftir voru, brýndu förum á flóra, fönsuðu færur sínar og farvið og lögðu siðan af stað i hámót á eftir okkur. Eftir nokkra fyrstu sprettina fékk ég all-hlálegan hlaupasting og hafði þvi ekki i fullu tré við Helga, sem var léttur sem hind og lagði drjúglega land undir fót, þó enginn háleggur væri né hrikamenni, en hann skondraði á undan mér sem skopparakringla á sæúrg- um og sléttum eyrunum Skeiðið á enda. Það var hvorttveggja, að við Helgi höfðum lítið næði til að tala saman á þessari löngu leið, sem og hitt, að naumast heyrðist mannsins mál fyrir brimniðnum og öldubrakinu, þó i bláhvíta logni væri og bezta veðri, en er að Hásteinum dró, heyrðum við þó fram undan okk- ur ámátlegt og eymdarkennt hljóð, sem við í fyrstu gát- um ekki gert okkur grein fyrir, hvað væri. Við runnum á hljóðið, hærra upp á Háamelinn, unz við hittum fyrir okkur ungan og íturvaxinn brimil, sem bylti sér í sandin- um, en sem bráðlega bjóst til varnar, ef á væri leitað, enda var þar urta hans, ung og fögur, að kæpa og hafði komizt hart niður, en nú voru þrautir hennar um garð gengnar og gleðin skein í augum hennar. Vit- anlega kom okkur Helga ekki til hugar að hrella þessi fögru og föngulegu hjón, sem nú, sennilega I fyrsta sinni, áttu því láni að fagna, að þeim var ofurlítill angi, grár eða grænklæddur Faraósniðji, i heiminn borinn. Mér hefir oft í hug koinið síðan, hve ógurleg sú ásök- un hefði verið og ill samvizka að okkur lagzt, hefðum við, sjálfir nýsloppnir úr dauðans hættu, farið að reyna að myrða þessi fögru frygðardýr, enda datt vist hvor- ugum okkar það í hug. Við glöddumst af því, að við hefðum hvorki annað né meira að gjört en það, að forvitnast um hagi þeirra og heimilisástæður þarna í kveldkyrðinni uppi á Háamel og hlupum svo sem fæt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.