Vaka - 01.07.1927, Page 75

Vaka - 01.07.1927, Page 75
[vaka] ST J ÓR N ARSKRÁRM Á LIÐ. 281 tölu þeirra manna, sein telja fullsýnt, að þingstjórnin sé eigi skipulag til frambúðar og að hún hafi þegar lifað sitt fegursta. Og margt bendir til þess, að hún sé nú komin inn á þá braut, að búast megi við, að meira og meira sigi á ógæfuhliðina eftir því, sem lengur líður, ef ekkert er að gjört. Það væri því, að mínum dómi, margfalt mikilsverðara en 50000 kr. sparnaður fyrir rík- issjóð, ef stigið væri, þó eigi væri nema eitt, spor í áttina til þess annaðhvort að tryggja það, að þingið gæti innt betur af hendi þau hlutverk, sem því er ætlað að vinna, eða finna leið til þess, að aðrir tækju við þeim og inntu þau betur af hendi. Stjórnarskrárbreyting síðasta þings er ekki spor í þessa átt. Þingræði og þjóðræði. Þingræði er þjóðræði, munu menn segja. Úr vandkvæðunum á þingræðinu verði ekki bætt, nema með því að rýra þjóðræðið, en það sé of dýrmætt til þess að það megi skerða. Satt er það að vísu, að þingræðinu var í fyrstu ætlað að vera fylling þjóðræðisins. Þingin áttu að verða rödd þjóðar- viljans. Þjóðræðið er lika meginreglan í stjórnarskipun vorri. Þó er sú regla skýlaust brotin með ýmsum hætti, t. d. með ákvæðunum um kosningarréttinn og um kjör- dæmaskipunina. Þetta eru þó smámunir á móts við þann mun, sem að öðru leyti hefir orðið á þingræði og þjóð- ræði í framkvæmdinni, því nú er svo komið, að megin- djúp er staðfest milli þeirra, og það er ein af þjóðlyg- unum að segja, að þjóðræði ríki nú í þingræðislönd- unum. Þar ríkir fámennissjórn, flokksstjórnirnar og þeir menn, sem standa bak við þær. Menn sögðn áður, að þjóðirnar væru ekki frjálsar nema á kjördögunum. Þá væru þær alfrjálsar og afhentu af fullveldi sínu frelsi sitt i hendur fulltrúa sinna. Nú er þetta eigi sannmæli leng'ur. Nú eru þjóðirnar aldrei ófrjálsari en kjördagana. Undir kosningarnar einbeita stjórnmálablöð, ræðumenn og atkvæðasmalar afli sinu að því að vinna flokksmönn- um sinum kjörfylgi. Er þar beitt öllum brögðum til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.