Vaka - 01.11.1927, Page 43

Vaka - 01.11.1927, Page 43
| VAKA ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI. .161 hlýrri, innilegri, kvennlega ástríkari en nokkur t'orn- aldarkona úr sögunum. Hún er eintóm hugulsemi og auðsveipni; hún er viðkvæm og hún er blíð, og þó ekki lingerð. En innst inni er hún stórlát og jafnskjótt og þessu stórlæti fyrst er haggað, svo misboðið, þegar kvenneðli hennar er ein sálarangist, sem stórlæti henn- ar hylur yl'ir, þá kemur undir eins í ljós, að hún á kyn sitt að rekja til hinna þrekmiklu, ofsafengnu forn- kvenna. Ofsinn er orðinn að áformun, stórlætið er orð- ið að festu, þrekið er óbugað og sama. Hún leikur sér að Iífi og dauða, eins og hinir fræknu fyrir þúsund árum. Hún horfist á við dauðann án þess að depla augum, og hún er þrátt fyrir alla gæzku sína, allt sitt næmlyndi, alla sína unaðsríku ást til gamalla og Htil- mótlegra, til smælingja og fátæklinga, til dýra og' jufta, dýpst í eðli sínu heiðin. . . . Svo djúpt og sálrikt kvenn- eðli, svo ósveigjandi karlmannskjarkur hefir tæplega fyr sést sameinað á leiksviði“. Þannig ritaði gáfaðasti og menntaðasti bókmennta- fræðingur heimsins á sinni tíð um íslenzkt skáldverk, sem ekki verður séð að hafi vakið neinn fögnuð í föð- urlandi höfundarins. Það væri ekki óeðlilegt að hugsa sér, að þegar vorar latæklegu hókmenntir væru auðgaðar með nýju fa 11 - egu verki, þá hætti oss íslendingum lil þess að kveða upp Ioflegri dóm en nokkur von væri til, að það gæti hlotið hjá ströngustu og vandlátustu rithöfundum er- lendum. En þessu er öfugt farið, — og það er mjog eftirtekt- arvert. Það hefði verið óhugsandi að nokkurt hlað eða timarit á íslandi hefði ritað jafn loflega um fyrsta verk Kambans og Brandes gerði og fleiri hámenntaðir danskir rithöfundar. Hér kemur auðvitað fleira lil greina en íslenzkt sinnuleysi og kaldlyndi — nefnileg'a íslenzkt mennt- unarleysi.

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.