Vaka - 01.11.1927, Síða 72
390
RITFREGNIR.
[vaka]
Stanley Melax: ÁSTIR. Tvær sögnr. Reykjavík, Prent-
smiðjan „Acta“ 1920.
Sögurnar í „Ástum“ lieita „Æska og ástir“ og „Tvenn-
ir elskendur“. Fyrri sagan lýsir lífi konu, sem Elísabet
heitir. Barneignir svifta hana heilsu, og hún deyr á
bezta aldri. Boðskapurinn, sem sagan flytur, er þessi:
Takmarkið barneignirnar. En eins og mennirnir munu
almennt vita, hefir allmikið verið um það deilt, hvorl
heilbrigðara sé að láta náttúruna ráða í þeim efnum eða
taka fram fyrir hendurnar á henni.
Síðari sagan segir frá tvennum elskendum, eins og
nafn hennar bendir á. Baldur framkvæmdarstjóri gerir
þungaða Katrínu, Unnustu Karls verkstjóra sins, og
þegar Karl veit, hversu komið er, skýtur hann Baldur.
Katrín verður gagntekin af sorg og örvæntingu og ætlar
að fyrirfara sér, en unnusta Baldurs bjargar henni og
tekur hana að sér. Elur Katrín harn sitt í húsum henn-
ar og nýtur hjá henni samúðar og bliðu.
Báðar eru sögurnar ádeilur, en hvörug þeirra er lík-
leg til áhrifa. Höfundinn virðist vanta það skap og þá
skerpu, sem þarf til þess að sækja svo mál, að sóknin
sé hrífandi.
Frá listarinnar sjónarmiði eru sögurnar mjög svo lítil-
fjörlegar. Fyrri sagan er afar-langdregin og rís hvergi
hátt. Frásögnin er fjörlítil og persónulýsingarnar rauna-
lega tilþrifalitlar. Það er eins og höfundurinn hafi skrif-
að söguna sér til sunnudagsafþreyingar.
Sú siðari er sömuleiðis bragðdauf. Lesandinn hlýtur
hreint og beint að undrast vetlingatök höfundar. T. d.
um vetlingatökin vil ég nefna það, að frá því unnusta
Karls verkstjóra segir honum, hvernig komið sé, og hann
þýtur burt frá henni, fáum vér ekkert um hann að
heyra, fyr en „Morgunblaðið“ flytur þá t'regn, að hann
hafi myrt Baldur. Nú er það enginn hversdagsatburður
á landi hér, að menn drepi náunga sinn, en samt finnst
höfundi „Ásta“, séra Stanley Melax, engin þörf á að
lýsa þvi sálarástandi Karls, sem kemur honum til að
skjóta Baldur.
Málið á bókinni er víða klaufalegt og stíllinn daufur
og viðvaningslegur. Á blaðsíðu 174 farast höfundi þannig
orð:
„Hið dökka, velsnúna yfirskegg, sem hann nú bar, fór
honuin vel, og augun, sem voru orðin hvassari og festu-