Vaka - 01.03.1928, Síða 63
[vaka]
UM BYLTING 130LS.JEVÍKA.
57
gangur minn er sá einn, að leitast við að lýsa fáeinum
höfuðatriðum þeirrar heimspeki og þeirra lifsskoðana,
sem kommúnistabyltingin er sprottin af.
2.
Þó að kommúnistar afneiti rétti og frelsi einstak-
Jingsins gagnvart heildinni, þá neyðast þeir þó til að
játa, að tveir einstaklingar liafa skapað alla hreyfing-
una og Jeitt hana til sigurs: Marx o g L e n i n . Marx
er kennimaðurinn, höfundur lærdómsins, sem lagði all-
ar undirstöður. Lenin jók litlu við það, sem Marx hafði
kennt, en hann hóf fána byltingarinnar og bar hann
hJóðugum höndum til sigurs, — til stundarsigurs að
minnsta Itosti!
T r o t s k i hefir lýst þessum tveimur merkilegu
mönnum á þessa leið: „Marx er allur í konnnúnista-
ávarpinu og i bók sinni um auðmagnið („Das Kapital“);
þó að honuin hefði aldrei hlotnazt að stofna hið fyrsta
alþjóðasamband verkamanna, þá mundi hann þó um
allan aldur vera sá hinn sami, sem hann nú er í vorum
augum. En Lenin er allur í framkvæmd byltingarinn-
ar. Lærdómsrit hans eru að eins undirbúningur til
framkvæmda. Þó að hann hefði aldrei gel'ið út eitt
einast rit fram á þennan dag, þá mundi hann þó lifa
framvegis í sögunni, eins og hann hefir komizt inn i
hana, sem foringi öreiga-byltingarinnar, «6111 höfundur
hins þriðja alþjóðasambands verkamanna".
Það kemur vitanlega ekki til mála að gerð verði hér
grein fyrir hagfræðiskenningum Ivarls Marx’s. Hann
hefir einkum rætt þær og rökstutt í hinu mikla riti
sínu um auðmagnið, og hafa þær vitanlega haft liin
mestu áhrif, þó að þær hafi sætt eindregnum
og fastlega rökstuddum andmælum stórmerkra vís-
indamanna. En það rit Marx, sem vafalaust hefir haft
rótnæmust og víðtækust áhrif er hið nafntogaða 1< o m -
111 ú n i s t a - á v a r p , sem hann saindi með aðstoð-