Vaka - 01.03.1928, Page 90
84
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
áður var stirðnaður, —- mun gerbreytast og kynbæta
sjálfan sig og þjálfa samkvæmt fjölbreytilegum sálar-
fræðislegum aðferðum“. . .. „Maðurinn mun verða
margfalt sterkari, vitrari og tauganæmari, likaminn
mun verða miklu betur á sig kominn, röddin hreim-
þýðari og hreyfingar allar munu semja sig að nýrri
hrynjandi. Meðalmaðurinn mun verða jafnoki Aristo-
teles, Goethes og Marx, en bak við þá fjallaröð mun
Jjóma á nýja og hærri tinda“.
Slíkir eiga þá að verða ávextir hinnar hryllilegustu
og miskunnarlausustu kúgunar, sem sögur fara af. Nú
skilst, hvað Lenin fór, er hann sagði, að „frelsið væri
ekkert annað en borgaralegur hleypidómur" og að það
skifti engu, þótt % hlutar mæltra manna væru drepnir
niður, ef aðeins þeir, sem eftir lifðu, væru hollir og
hreintrúaðir koipmúnistar. Enginn veit tölu þeií-ra
manna, sem týnt hafa lífinu i rússnesku byltingunni,
enda engin ástæða til að halda nákvæma reikninga yfir
slíka hluti, þegar heilt þjóðfélag er sprengt j sundur
og fjölmennar og auðugar sjtéttir ril'nar upp ineð rót-
um. Og enginn getur gert sér grein fyrir þeim óskap-
legu þjáningum, sem rússneska þjóðin hefir orðið að
þoja á undanförnum árum. En blóðstraumarnir, seip
fossað hal'a yfir þvert og endijangt landið, hafa þó ejiki
runnið til einskis, ef þeir hal'a frjóvgað jarðveginn á
þann hátl, sem Lenin gerði ráð fyrir. En ef svo þynni
að fara, sem elxlci er alveg ólíldegt, að ejnþver sJtekkja
fyndist í framtíðaráætlun Jiptpmúnjsta? Ef fyrirheit
þeirra reynast tál og hégómi, eins qg öll önnur fyrir-
Iieit um þúsund ára ríkið hafa reynzt hingað til? Þá
er harmlpikurinn, sem leikinn hefir verið á Rússlandi
á síðasta áratug, ægilegri en allt annað, sem áður hefir
drifið á daga mannkynsins. Enda er sagt, að sumir
Jiommúnislar séu farnir að eiga erfiða drauma og óró-
legar nælur. Og hvað mun Trotski liugsa, þar seni
hann situr nú í Síberíu, útlægur úr flokki sínuin og