Vaka - 01.03.1928, Side 101
[vaka]
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
95
niun ranghverfan sjást til hlítar, þegar þeir menn fara
að láta vaða á súðum að dæmi Halldórs, sem bæði
skortir listfengi hans, gáfur og reynslu. En ekki þarf
að efa, að þeir þykist hafa efni á því, að ganga fram
hjá og lítilsvirða hinar heimafengnu menntir vorar, þó
að þeir eigi ónumið stafróf íslenzkrar ritlistar, einmitt
í þeim skóla.
Eg mun í næstu þáttum hér á eftir fara nokkurum
orðum um þjóðlega undirstöðu íslenzkra bókmennta,
hvað ofan á henni er reist nú á dögurn og hversu það
stenzt kröfur þær, sem gera verður.
IV. UNDIRSTAÐAN.
Meðal nýju bóltanna frá árinu, sem leið, er 10 arka
hefti af Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem Sögulelagið
lætur félögum sínum í té. Endurprentun þessa heftis
er gerð með nýjum hætti, svo að hún er nákvæm eftir-
mynd frumútgáfunnar. Verður útgáfan vafalaust enn
vinsælli fyrir það, og auk þess svo miklu ódýrari, að
félagið getur hraðað henni meir en áður var von til.
Það má búast við, að menn þyrpist í félagið til þess
að geta eignazt þessa eftirlætisbók á auðveldan og ódýr-
an hátt. Þar er líka fyrir ýmsu öðru að gangast, eink-
anlega Blöndu, sem er orðin mesta náma alls konar
alþýðlegs fróðleiks.
Þjóðsögur J. Á. hafa nú verið uppseldar og torgætar
unr 40 ára bil og falleg eintök seld fyrir afarverð. En
enginn bóksali hefur ráðizt í að gefa þær út. Svo þröngt
er i búi bókmenntanna íslenzku. Og þess er skylt að
geta, að bókinni eru ekki gerð full skil með þessari
endurprentun. Leipzig-útgáfan var aldrei góð. Hún var
prentuð fjarri Jóni Árnasyni og er full af prentvillum,
sumum meinlegum. Af þessu höfuðriti þurfum vér síð-
ar að eignast vísindalega útgáfu, sem reist er á ná-
kvæmum samanburði við handrit Jóns Árnasonar og
heimildarmanna hans, sem öll eru til í Landsbóka-