Vaka - 01.05.1929, Side 44
38
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
bcltinu og leggjast þeir þar ýmist dreifðir, eða þeir
i'Iytjast í sprungur og gjár, þar sein þeir safnast saman
og' verða þar oft fyrir endurteknum umbreytingum.
SA hluti málmanna, sem ekki staðnæmist í safnbelt-
inu, heldur áfram að siga niður í jarðlögin, og stað-
næmist fyrst annað hvort neðst í safnbeltinu, eða þeir
komast niður fyrir yfirborð jarðvatnsins ofan í belli
það, sein kallað er Primærzone, er nefna mætti f r u m -
1) e 1 t i .
Nú kemur oft fyrir, að bygging fjallanna hefir rask-
azt, og það svo, að jafnvel súrbeltið og safnbeltið er
liorfið, en frumbeltið komið á yfirborðið. Stafar sú
breyting af ýmsum ástæðum, svo sem að bergtegundir
fjallsins hafa verið mjög kalkblandaðar eða linar og
því ekki getað staðizt veður og vinda, sýrur eða basisk
efni bergtegundanna, eða að jöklar hafa núið þau burtu.
Þá kemur einnig fyrir, að gos flytja neðanjarðarberg-
tegundina bráðna upp á yfirborðið, eða þrýsta frum-
lieltinu upp, jafnvel upp í miðjar hlíðar fjallanna, eins
og berlega kemur fram í Reyðarárfjalli í Lóni og víðar.
Þessi gos flytja oft málmana upp á yfirborðið, sem
ýinist eru vinnanlegir, eða svo fátækir, að ekki er hægt
að vinna þá.
Málmarnir geta því bæði komið úr undirdjúpunum
með gosi og gufum á löngum tíma, og einnig komizt á
yfirborð jarðar á mjög stuttum tíma með gosi. Það eru
jafnvel dæmi til þess, að málmgangar hafa myndazt á
10 dögum við gos. Slík málmmyndun er því alls ekki
háð a 1 d r i landanna. Málmar gætu því fundizt hér á
landi, hvað sem aldri landsins Hður, og það því fremur,
sem oft kemur fyrir, að upphaflega frumbeltið liggur
hér á yfirborðinu.
Til þess að benda á dæmi hér í nánd við Reykjavík
uin það, hvernig frumbeltið lcemst á yfirborðið, má
benda á svonefnda Gráhnúka við Tröllafoss, skammt
frá Mosfelli, sem eru eldgígur. Er ekki ólíklegt, að Grá-