Vaka - 01.12.1929, Page 3
VILJINN OG VERKIÐ.
I.
Hcr á dögunum kom til mín gamall kunningi minn
með tvö kvæði, sem hann bað mig að lesa og segja álil
mitt um. Eg las þau í tómi og sagði síðan höfundinum
hreinskilnislega, að eg gæti ekki fundið neinn skáld-
skaparneista í þeirn. Þar sem hann ætlaði að vera há-
i'leygur, yrði hann glamrandi, og þar sem Iiann reyndi
að leika á viðkvæmustu strengi tilfinninganna, yrði
hann smeðjulegur og jafnvel broslegur. Auk þess væri
máli og kveðandi sumsstaðar átakanlega áhótavant. Mér
þótti merkilegt, að hann skyldi þurfa að láta segja sér
þetta. Eg vissi, að hann var skynsamur maður, dugandi
í starfi sínu og með góðan meðalsmekk á skáldskap
annara manna. Eg vissi ekki til, að hann hefði nokk-
urntíma fengizt við að yrkja né látið sér til hugar koma,
að hann væri skáld. Til ])ess að mýkja bersögli mína lét
eg einhver orð fylgja um það, að l’áir væri smiðir í fyrsta
sinn. Eg gæti t. d. vel séð, hvort stóll eða bekkur væri
sæmilega smíðaðir, en ef eg ætlaði sjálfur að fara að
smíða þá, yrði það aumasta klambur. Mér datt ekki
annað í hug en maðurinn myndi trúa mér, þegar eg
sagði honum þessa skoðun mína og færði nokkur rök
fvrir henni. Hér þurfti enga vandfýsni til. Ivvæðin voru
svo léleg, að hverjum óbreyttum lesanda var vorkunn-
arlaust að átla sig undir eins á gildi þcirra.
En jjetla fór heldur á annan veg. Höfundurinn tók á-
fellisdómi mínum með mestu stillingu. Ilann trúði mér
ekki einu sinni svo mikið, að honum yrði gramt i geði.
Eg varð helzt var við, að hann kenndi í brjósti um mig.
17