Vaka - 01.12.1929, Síða 4
258
siGumnm nordal:
ÍVAKA I
Hann hafði auðsjáanlega áður skotið máli sínu ti! æðra
dóms, þó að hann heí'ði sýnt mér kvæðin til málamynd-
ar, og sá úrskurður gerði hann öruggan. Hann sagði ró-
lega og góðlátlega: „Þú heldur ef til vill, að þessi kvæði
sé sett saman af einhverri fordild, af þvi að mig iangi
til þess að komast í blöðin og heita skáld. En þar skjátl-
ast þér. Mér var heitt um hjartaræturnar, þegar eg gerði
þau, eg var hrifinn, gagntekinn. Andinn kom yfir mig,
og eg gat ekki annað en ort þau. Og i hvert sinn, sem
eg les þau, finn eg það sama. Eg get ekki trúað öðru en
])au sé eins góð eða betri en flest af þvi, sem prentað
er og lesið ineð ánægju. Það vantar þarna einhvern
streng i þig, að þú skulir ekki finna þetta“.
Við skildum í bróðerni, og livorugum hafði tekizt að
sannfæra annan. Samvizka hvers manns er auðvitað sá
ráðunautur, sem hann á að taka fram yfir alla aðra. Og
þarna studdist samvizkan auk þess við ljós úr æðra
heimi. Til hvers er að bera skáldskap saman við borð
og bekki? I þeim smíðum er andinn ekki með í verki.
Hver veit nema eg gæti smíðað sæmilegan stól, ef eg
yrði innblásinn til þess? En um slíkt er ekki að ræða.
Andinn leggst ekki svo lágt.
Síðan hef eg hugsað um þetta atvik öðru hvoru. Mér
finnst þessi kunningi minn eiga hjá mér skýringu á
skilningsleysi mínu. Ef til vill er þetta dæmi, að furðu
langt sé milii mats höfundar og lesanda á sama verki,
heldur ekki alveg einstakt, svo að þessi stutta hugleið-
ing geti átt erindi til fleiri en okkar tveggja.
II.
Eitt hefur mér aldrei dottið í hug að efast um. And-
inn h e f u r komið yfir kunningja minn, þó að eg fyndi
þess engin merki, þegar eg las kvæðin. Hann var alveg
einlægur, þegar hann sagði mér frá reynslu sinni, og i
því efni hefur honum ekki skjátlazt. Á þessum augna-
blikum hefur hann fengið að skyggnast inn í dýrðar-