Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 20
274
VILM. JÓNSSON:
[VAKA
að leita endurbótanna. Þar á meðal eru ný lyt' og sum
næsta gagnleg, gömul lyf endurbætt, hin verkandi efni
þeirra einangruð eða gildi þeirra ákveðin vísindalega
(lyfin standardíseruð), ný og ný form fundin iil þess
að gera verkunina tryggari eða til þess að lyfin geyni-
ist betur, séu meðfærilegri og þægilegri i flutningum og
handhægari fyrir læknana, að ógleymdu því, hve mikið
er unnið að því að gera þau hreinlega og snyrtilega úr
garði og aðgengileg fyrir sjúklingana, sem eiga að nota
þau eða neyta þeirra.
Á meðan þessu fer fram, má segja, að iðnaður lyf-
salanna standi i stað. Aðferðir þeirra margar eru Iangt
aftan úr forneskju og sömuleiðis lyfin, sem þeir eru
látnir malla. Mörg þeirra, ekki sízt dropar, vötn og
seyði, eru harla óvísindalegur samsetningur. Má stund-
um draga í mikinn vafa, hvort þau innihalda nokkuð
eða ekkert af hinum eiginlegu verkandi efnum, og því
síður verður fullyrt um styrkleikann, svo að skömmt-
un þeirra hlýtur jafnan að verða hið inesta handahófs-
verk. Ekki er hcldur langt að minnast, að það komst
upp um eina ævagamla og vánsæla lyfberjategund, að
hún gekk heil niður af sjúklingunum, og eru slík leikn
jafn vel ekki eins dæmi.
Lesandanum til frekari skýringar á mismuninum á
gamalsdags og nýtizku lyfjum, má taka þorskalýsið
okkar til dæmis. Fyrir langalöngu þóttust menn fá
reynslu fyrir því, að það væri hollt, einkum hörnum og
unglingum, og að það kæmi í veg fyrir eða læknaði
heinkröm. Um hið síðarnefnda voru þó vitnishurðir
stundum ósamhljóða og skoðanir skiftar, en þó ekki
svo, að læknar misstu almennt trú á þvi, sem bein-
kramarmeðali, og hefir það jafnan verið og er enn not-
að lyfja mest við þeim sjúkdómi. Þangað til fyrir fáum
árum töldu menn þorskalýsi þorskalýsi og gerðu engar
aðrar kröfur lil þess en að það væri óþrátt og nokkurn-
veginn tært. Nú vita menn, að gildi þorskalýsisins, sem