Vaka - 01.12.1929, Side 27
;VA KA]
LYI'JAVERZLUN Á ÍSLANDI.
281
mér, að uni hverja eina góða og dýra lyfja- eða lyfja-
eí'nategund, væru að minnsta kosti 99 ódýrar og um
leið miður góðar, slæmar eða beinlínis sviknar. Sýnir
íatt lietur það siðieysi, sem ríkt getur i verzlun en
sumt, sem uppvíst verður í þessari grein. Salvarsan er
eitt hið öruggasta lyf, sem menn þekkja við nokkrum
sjúkdómi og á einmitt við þann sjúkdóm, sem er ein-
hver sá ægilegasti, sem hugsazt getur, sárasótt. Jafnvel
þetta lyf hika menn ekki við að svíkja, þó að það inætti
virðast óárénnilegt, þar sem sjúklingarnir nota það
aldrei sjálfir, heldur verða læknar að dæla því inn í
hohl þeirra eða blóð. Er eliki langt síðan, að uppvíst
varð erlendis, að læknar voru gabbaðir til að kaupa
,,salvarsan“ i haglega stældum umbúðum, sem var að
\ isu ekkert annað en s a 11 s ý r u s ú r t n a t r i u m ,
vita gagnslaust lyf við sárasótt.
Má sjá af þessu, að annað smærra muni mönnuin
ekki vaxa i augum. Enda er það eilt hið almennasta
gróðabragð erlendis að gabba fáfróðan almenning til að
kaupa alls konar kynjalyf við öllum hugsanlegum sjúk-
dómum. Flest blöð og tímarit, sem almenningi eru ætl-
uð, eru barmafull af ginnandi auglýsingum og vottorð-
um uin ágæti þessara svo kölluðu lyfja. Og ekki vantar
það, að almenningur gíni við beitunni. Þó að það sé op-
inbert leyndarmál meðal allra upplýstra manna, að allt
jietta kynjalyfjafargan sé hið svívirðilegasta gróðabrall
og örgustu svik, raka samvizkulausir braskarar árlega
saman millíónum á millíónir ofan á þessari þokkalegu
verzlun. Þannig er talið, að norsk alþýða kaupi slílc
lyf fyrir ekki minni upphæð en 8—10 millíónir króna á
hverju ári. Að vísu kunna sum af þessum lyfjum að
vera einhvers virði í einstökum tilfellum, en þó eru þau
gyllt fram úr öllu hófi, talin eiga við öllum sjúkdóm-
um, fólk ginnt til að nota þau, hvort sem það liefir
þeirra nokkra þörf eða ekki og seld margfölldu verði við
önnur lyf, jafngóð eða betri, sem samvizkusamir læknar