Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 38
VILM. JÖNSSON:
[vaka]
292
mörg hundruð prósent sé lagt á aspirínið eða annað
jiessu líkt. Fyrirkomulag lyfjaverzlunarinnar er nú það,
að lyfsalarnir kaupa yfirleitt efni, sem kalla má óunn-
in og breyta þeim með mjög óhagkvæmum aðferðum og
geysidýrum vinnukrafti í unna vöru. Að bera saman, á
þann hátt sem gert hefir verið, verð lyfjaefnanna. sem
lyfsalarnir kaupa, og verðið á skömmtum þeim, miztúr-
um, dropum, seyðum, smyrslum og lyfberjum, sem þeir
búa til úr þeim, er álika viturlegt og að bera saman
timburverð og verð á stólum, borðum og skápum, sem
lir timbrinu er smíðað, og blöskrast yfir álagningunni
á viðinn. Það liggur í hlutarins eðli, að lyfjabúðar vinn-
an hlýtur með þessu fyrirkomulagi að verða svo dýr,
að verð sjálfra lyfjaefnanna verður í flestum tilfellum
aðeins lítið brot af sanngjörnu verði lyfjanna fullgerðra.
Og er slíkt raunar ekki einsdæmi, heldur miklu fremur
venja í flestum iðngreinuin. Þó að nafnið bendi í þá
átt, eru lyfsalarnir eklci eingöngu kaupmenn, beldur
jafnframt og þó miklu fremur iðnaðarmenn. En ég held
því frain í þessari grein, að iðnaður þeirra sé úreltur,
að mestu el' ekki öllu leyti óþarfur og ekki samkeppn-
isfær við iðnað verksmiðjanna, sem hafi alla kosli fram
yi'ir þá. Ef þing og stjórn þykja lyfin of dýr, hygg ég að
í skakkan stað sé borið niður að lækka tölurnar í lyfja-
taxtanum svo nokkru nemi og bágt að vita til hvers það
kynni að leiða, heldur þurfi að gerhreyta öllu fyrir-
komulagi lyfjaverzlunarinnar. En á þvi tel ég, svo sem
sýnt hefir verið, hina mestu nauðsyn, og til svo mikils
að vinna með breyttu fyrirkomulagi, að verðlækkunin
skifti þar langminnstu máli.
Tillögur mínar um framtíðarfyrirkomulag á lyfja-
verzluninni fara hér á eftir í sem stytztu máli.
Heilbrigðisstjórnin setur nefnd lækna og lyfjafræð-