Vaka - 01.12.1929, Side 40
294
VILM. JÓNSSON:
[vaka]
lyfjainnflutaingnum, lyfjagerð heildsölunnar og lyfja-
verzluninni í landinu yfirleitt. Og er hin niesta þörf á
slíkri ránnsóknarstofu jafnvel að öllu óbreyttu.
Ég hýst ekki við, að ágreiningur geti orðið um það,
að lyfjaheildsalan eigi að vera eign ríkisins, en ekki ein-
staks manns né félags. — En vel þætti mér við eiga, að
ríkið gerði ekki annað en að setja hana sem tryggileg-
ast á laggirnar með því að sjá henni fyrir nægilegu
veltufé með sæmilegum kjörum, svo að hún geti hafið
störf sín með fullnægjandi lánstrausti. Síðan sé hún lát-
in sigla sinn eigin sjó fjárhagslega, sem hvert annað
sjálfstætt i'irma án allrar l'rekari ábyrgðar ríkissjóðs.
Ætti slíkt fyrirkomulag að draga úr því andvaraleysi,
sem ýmsir eru hræddir um, að ríkisfyrirtælcin hljóti að
gera sig sek um, með ótakmarkaða ábyrgð ríldssjóðs
að haki. Hygg ég, að þetta væri flestum opinberum at-
vinnufyrirtækjum hollt, oft vel framkvæmanlegt og á
engan hátt óviðeigandi fyrir ríkið, nema ef til vill um
sjálfan rikisbankann.
Smásala lyfjanna ætlast ég til að verði áfram í hönd-
um lækna og lyl'sala. Geri ég ráð fyrir, að þeir hafi lyfin
í umboðssölu fyrir ákveðið hundraðsgjald og sé skift-
um þeirra við heildsöluna hagað á svipaðan hátt og
skiftum bóksalanna við forleggjarana eða vínsalanna
við Áfengisverzlun ríkisins.
Heildsölunni vil ég gera að skyldu að selja lyfin við
kostnaðarverði, ef til vill að viðbættu því, sein talið yrði
nauðsynlegt að láta renna í tryggingarsjóð fyrirtækis-
ins. Er þá ekki annað eftir en það, sein virðist vel fram-
kvæmanlegt, að ákveða smásölunuin sanngjörn ómaks-
laun, til þess að koinið sé svo nálægt því, að sjúkling-
arnir fái lyfin við sannvirði, að við það megi eftir at-
vikum sa*lta sig.