Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 43
JARÐARFORIN.
Það var skýjaður himinn og ótuktar veður. Ekki var
nú eiginlega i'rost, heldur var loftið einhvern veginn
eins og blautur og kaldur poki, sem lagðist utan að
skrokknum á manni. Öðru hvoru kom eitllivað úr loft-
inu, sem þóttist vera kafald, en svo varð ekkert úr því,
þegar það kom á göturnar, nema agnarlítið slabb í húsa-
sundum, ]>ar sem fáir gengu. Ég var að hugsa um, áður
en ég fór af stað, að betra hefði nú verið að hafa skó-
hlífar. En litlu skórnir mínir voru í sólningu, og skórn-
ir, sem ég var i, voru númeri, eða svo, of stórir i skó-
hlífarnar. Eg varð að fara skóhlífalaus, enda voru sokk-
arnir orðnir blautir hvort sem var, og allir hinir sokk-
arnir í þvotti. Það varð að hafa það.
Ég kom heldur í seinna iagi til hússins, og þar voru
margir komnir á undan mér. En svo komu líka fjölda-
margir á eftir. Mér fannst þetta, satt að segja, talsvert
fleiri menn en ég hafði búizt við. En svo fór inér strax
að hætta að þykja þeir óþarflega margir. Við urðum
lljótlega meira og minna hátíðleg á að standa þarna.
Margir voru hátíðlegir strax, þegar þeir komu, og suinir
höfðu auðsjáanlega verið það árum sainan. Ég sá það
á þeim. í fyrstu fannst mér þessi hátíðleiki ekkert ann-
að en vitleysa, og ég var að reyna að láta mér leiðast,
enda voru það vonbrigði, að ég gat ekki vaðið inn í
húsið strax, þegar ég kom að því. Hvað var nú fólkið
að tvínóna þarna inni, syngja ömurlega sálma og í allan
máta að kveikja og æsa sorgir vina og vandamanna, en
láta okkur hin, sem höfðum ekkert síður vilja á þessu,
standa úti og drepast lir kulda. Ekki voru þeir svo sem