Vaka - 01.12.1929, Síða 45
f VA l< A
JAIIÐARFORIN.
299
lítilsháttar farvegum sínum eftir því, hve vatnið er öfl-
ugt og grunnurinn mjúkur. En að lokum fellur allt í
hufið og verður eins og annar sjór, þar til sólin kemur
og hreytir yfirborðinu í gufu, sem að lokum hnígur aft-
ur til jarðarinnar, þegar kuldinn kemur, og fellur svo til
hafsins i nýjum farvegum. Og enginn veit, hvaða drop-
ar fá að taka þátt í hringrásinni og hverjir verða eftir.
Enginn veit, hvort nokkrir tveir dropar hittast oftar en
einu sinni. Þeim er líklega alveg sama sjálfum.
Þetta var nú svo sem ekki allt í röð, og heldur ekki
samstætt. Eg er búinn að hagræða því svo mikið síðan,
um leið og ég skrifaði það upp. Ég var að hugsa inn i
húsið alltaf öðru hvoru. Mér varð smámsaman kalt á fót-
umira og fannst frakkaræfillinn minn vera farinn að
næða. Fyrst langaði mig inn í húsið, en það var áður en
mér fór að verða verulega kalt. Það var einhver athafna-
löngun í mér. Mér fannst eins og hinum, að aldrei hefði
nokkur maður, af konu fæddur, verið verðari þjónustu
minnar og lotningar heldur en þetta, ég-veit-ekki-hvað,
sem átti að fara að grafa. Eg fór að öfunda fólkið þarna
inni, suma af sorginni, aðra af því að hafa rétt og kring-
umstæður til að láta samúð sína lcoma fram í verkum,
og svo alla hina af því að fá að standa svona nærri
þessu, sem var í lcistunni og einhvern veginn í kringum
hana. Raunar þótti mér það eklci beinlínis svo mikið eða
gott — og auðvitað ekki illt. Mér fannst húsið með öllu
saman vera orðið einlivernveginn ójarðneskt, eða að
minnsta kosti var það öðruvísi en ég á að venjast jarð-
neskum húsum. Það var eins og fólkið og húsið og dauð-
inn og likið í húsinu væri orðið að einhverri magnaðri
einingu. lig skildi ekki þetta, en þótti það fjarska merki-
legt. Svo í'ór ég að hugsa um eitthvað annað.
Eg komst brátt að raun um, að það var ekki til neins
að láta sig langa inn í húsið. Það var svo troðfullt, að
mér fannst i'ólkið, sein inni var, taka frá okkur hreint
allan sönginn, svo að við, sem úti vorurn, fengum ekki