Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 48
302
ÓLAFUK MARTEINSSON:
[vaka]
ast dauðann meira heldur en sóðar. Og mikill er ináttur
kærleikans, að menn geta handleikið jarðneskar leifar
vina sinna, og jafnvel óvina, með fjálgleik og virðingu,
eftir að svona er komið fyrir þeim. Eg held mér þætti
hálfgerð skömm að sjálfum mér, ef ég væri dauður og
skrokkurinn væri ég að einhverju leyti. Að vísu mundi
ég ekki hanna mönnum að halda sorgarhátíð yfir hein-
um mínum, fyrst þeim er nautn að slíku. Eg á yfirleitt
bágt með að neita mér um að lofa fólki að hafa mig sér
til unaðar, þá sjaldan einhverjum dettur slíkt í hug. En
mér mundi þykja þetta skrítið, ef ég væri viðstaddur
eftir dauðann, og ekki búinn að skipta um skoðun, og
það verð ég ekki, því ég nenni sjaldan að vera að róta
neitt í skoðunum mínum. Og feginn vildi ég geta tekið
eitthvert lítið hrot af þessari ást og virðingu fyrirfram,
ei' það kæmi sér ekki hagalega fyrir þá, sem kunna að
eiga hlut að máli. En ég vil sleppa hégómagirndinni eftir
dauðann og vera grafinn í fjarska látlausum umbúðum.
Svo lagði kistan af stað og þeir, sem næstir henni
gengu. En mér fannst ég vera svo smár á þessari stundu,
að ekki hæfði, að ég gengi framarlega, heldur yrði ég að
ganga meðal hinna síðustu og minnstu. Og mér fannst
fatalepparnir mínir langt frá að vera nógu tötralegir til
þess að sýna vesaldóminn og auðmýktina. Það er merki-
legt, að ekki skuli vera til sérstakur einkennisbúningur
til þess að fara í, þegar mönnum finnst þeir ekki vera
nokkur skapaður hlutur nema volæðið. Þetta gæti verið
úr ódýru efni og svo væri liægt að spara það og eiga
l'jarska lengi.
Eg beið meðan nærri því allir hinir fóru fram úr
húsasundunum. En mér var ennþá órótt af því að geta
ekkert haft fyrir staí'ni, og svo var mér lcalt. Ég varði
nokkru af tímanum til þcss að ákveða, hvort ég ætti að
fara út um þetta sund eða liitt sundið, og skoða bæði
sundin. Mér kom saman við sjálfan mig um ])að, að eig-
inlega væri alveg sama, hvort sundið ég notaði. En ég