Vaka - 01.12.1929, Síða 50
ÓLAFUR MARTEINSSON:
[vaka]
y()4
að gerast viðburðir, sem minntu mig á, að ég væri að
ganga á hátíðlegri stundu. Líkfylgdin þéttist smám sam-
an. Hún var svo stór, að hún þurkaði með sér í'lesta,
sem voru á götunni, rétt eins og dreginn væri svampur
eftir henni. Mér fannst þó fólkið heldur fastara fyrir
hægra megin, þar sem ég var. En kannske það hafi verið
færra þeim megin, af því að þar voru hliðargöturnar á
brekkuna. En svo var þetta ekkert að marka. Ég var svo
aftarlega, að ég gat ekki séð aðra en þá, sem voru stað-
ráðnir í að láta hana ekki taka sig. Einu sinni kom bíll
úr hliðargötu og ætlaði að vaða í okkur, eins og bilar
eru vanir að gera. En hann stanzaði strax, þegar hann
sá, hvers kyns var. Þá minntist ég þess, að þetta var
eitthvað æðri flokkur en venjulega gerist, að geta stöðv-
að bíl. Eg gerði eins og bílstjórinn, ég fór að bera virð-
ingu fyrir oldcur og hálf-kenna í brjósti um okkur.
Eg varð þess var, að meiri hluti þeirra, sem bættust
við, voru konur, og sumar þeirra nokkuð gamlar. Eg sá
tvær þeirra áður en þær komu í hópinn. Það var á horn-
inu fyrir framan hann Tómas kjötkaupmann. Þær virt-
ust hafa komið þaðan út, því að annars hefðu þær runn-
ið saman við miklu framar. Fyrst þegar ég sá þær,
horl'ðu þær undrandi á líkfylgdina, rétt eins og þær
hefðu storknað þarna skyndilega. Svo litu þær spurnar-
augum hvor á aðra og sögðu eillhvað. Svo litu þær aftur
á líkfylgdina. Svo sögðu þær aftur nokkur orð, og svo
undu þær sér fram af gangstéttinni og inn í hópinn.
Þetta gerðist á skammri stund.
Eg fór að hugsa um, af hverju þetta kvenfólk væri
alltaf að bætast í líkfylgdina. Ef til vill voru sumar
þeirra orðnar saddar lífdaga, og hefðu gjarnan viljað
skipta kjörum við manninn í kistunni. Menn kalla dauð-
ann hinztu hvíld, og þreytan yfir lífinu sættir þá við ó-
vissuna, sein líka er ein al' þrautum lífsins. Ætli það geti
ekki farið svo fyrir öldruðu fólki, að það kjósi að kom-
ast í allan sannleika og væntanlega hvíld heldur en að